Úrval - 01.10.1955, Qupperneq 100
98
ÚRVAL
verið ein míns liðs síðan mamma
dó. Ég les bækur og sæki fyrir-
lestra. Það nægir mér. Ég skal
segja þér eitt, Allan, ég er ekk-
ert sérlega hrifin af fólki, ég
hef aldrei kært mig um að
þekkja neinn annan en þig . . .“
Hún brosti til hans. Hún hafði
snyrt sig og málað og var furðu
ungíeg í mildum bjarma kerta-
ljósanna. Berir handleggirnir
voru grannir og hvítir. Hann
hafði ekki komið nálægt konu
í sex ár. 1 sex sinnum þrjú
hundruð sextíu og fimm nætur
hafði hann legið andvaka og
hugsað um Mariönnu. En Mari-
anna hét nú frú Vangen og
hafði hringt af án þess að virða
hann svars. Ef til vill hefði hann
tekið hvaða konu sem honum
hefði boðizt þetta kvöld. Hann
vissi að nú var orðið um sein-
an að leggja á flótta. Hann lang-
aði ekki heldur til þess lengur.
VIII.
Hann lá lengi í baðkerinu.
Vatnið var grænleitt af baðsalt-
inu, sem fyllti litla baðherberg-
ið af skógarilmi. Hann langaði
til að liggja þarna alla nóttina,
móka í volgu vatninu og skjóta
úrslitunum á frest.
Klukkan var að verða eitt,
þegar hann kom aftur inn í stof-
una.
Ingibjörg hafði búið um hann
á breiða dívaninum, og fært smá
borð að höfðagaflinum. Á borð-
inu var lampi, vatnsglas, sígar-
ettur og öskubakki, og fáeinar
bækur, sem hann gat valið úr.
Hann leit á bækurnar. Það
voru ómerkilegir reyfarar.
Hann teygði úr sér undir hvít-
um og svölum sængurklæðun-
um. Svo heyrði hann mjúkt fóta-
tak. Hann leit upp og sá Ingi-
björgu. Hún var í skósíðum
morgunslopp úr ljósbláu silki.
,,Var baðið ekki notalegt?"
sagði hún. „Vanhagar þig um
nokkuð ? Ég skal ekki trufla þig,
eg ætlaði bara að bjóða þér góða
nótt . . .“
Hún tyllti sér á dívaninn og
fór að losa um lindann á sloppn-
um, eins og ósjálfrátt.
,,Ingibjörg,“ sagði hann, og
hún laut niður að honum. Munn-
ur hennar snerti hans, og nú
veitti hann ekki viðnám, hann
dró hana að sér. Hann reyndi
að ímynda sér að það væri Mari-
anna, sem hvíldi í örmum hans,
en honum tókst það ekki; hann
vissi að það var Ingibjörg, og
ef til vill kaus hann það helzt
af öllu. Hann vissi að hann hafði
gefizt upp, en honum fannst það
ekki skipta neinu máli. Hann
hafði hlaupið frá henni út í líf-
ið, en honum hafði orðið fóta-
skortur, og nú var hann kominn
til hennar aftur.
Hann heyrði lágan smell, og
þó að hann væri með lokuð aug-
un, varð hann þess var, að það
var orðið dimmt í herberginu.