Úrval - 01.10.1955, Side 107
TUTTUCU OG SEX MENN OG EIN STtTLKA
105
steintegund, og úrkeðjan var
þarna líka . . . Þetta var falleg-
ur maður, hár og hraustlegur,
rjóður í kinnum og opineygður,
og augnaráðið bjart og góðlát-
legt. Hann var með hvíta
stromphúfu á höfðinu, ný-
strokna upp úr línsterkju og
fram undan tandurhreinni
svuntunni gægðust mjóar tær
á nýtízkulegum, gljáburstuðum
stígvélum.
Bakarinn okkar bað hann
kurteislega að loka hurðinni;
hann hlýddi því án þess að flýta
sér og fór að yfirheyra okkur
um húsbóndann. Við sögðum
honum, allir í einu, að húsbóndi
okkar væri svíðingur, svindlari,
glæpamaður og blóðsuga — yf-
irleitt allt það, sem hægt var
og nauðsynlegt að segja um
hann, og ekki er rúm fyrir hér.
Hermaðurinn hlustaði, bretti
grönum og horfði á okkur frá
hvirfli til ilja með mildum,björt-
um augum.
— Þið hafið helling af stelp-
um hér . . . sagði hann allt í
einu.
Nokkrir okkar hlógu kurteis-
lega, aðrir settu upp hunangs-
sæt spariandlit og einhver gaf
hermanninum þær upplýsingar,
að stúlkurnar væru níu.
— Brúkið þið þær? spurði
hermaðurinn og deplaði til okk-
ar auga.
Aftur fórum við að hlæja,
niðurbældum vandræðahlátri . .
. . Margir okkar hefðu viljað
sýnast jafnmiklir karlar í krap-
inu og hermaðurinn, en enginn
okkar gat það, ekki einn ein-
asti. Einhver, sem viðurkenndi
þetta, sagði lágt:
— Hvað ætli svo sem þýði
fyrir okkur . . .
— M—ja, það er náttúrlega
erfitt fyrir ykkur! sagði hann
sannfærður og mældi okkur með
augunum.
— Þið eruð ekki af þeirri
sortinni . . . eruð þollausir . . .
hafið ekki sómasamlegt snið á
ykkur . . . vantar útlitið, á ég
við . . . Kvenfólkið vill, að karl-
maðurinn líti vel út . . . vill að
skrokkurinn sé í lagi . . . að
allt sé eins og það á að vera!
Og auk þess bera þær virðingu
fyrir kröftum . . . vilja að menn
hafi handleggi . . . handleggi
eins og þennan hérna! Og her-
maðurinn tók hægri höndina úr
vasanum og sýndi okkur hana
með ermina bretta upp fyrir oln-
boga . . . Það var hvítur, krafta-
legur handleggur, vaxinn ljósri
ló, og sló á gullslikju.
— Menn þurfa að hafa krafta
í kögglum . . . og vera sóma-
samlega uppfærðir . . . eiga fal-
leg föt . . . Sko mig! — Allt
kvenfólk er vitlaust í mér! Ég
þarf hvorki að kalla á þær né
gefa þeim merki — þær koma
sjálfar og fljúga upp um hálsinn
á mér, fimm í einu . . .
Hann settist á einn mjölsekk-
inn og talaði lengi um það, hvað
kvenfólkið elskaði sig, og hve