Úrval - 01.10.1955, Side 116

Úrval - 01.10.1955, Side 116
Hálseitlarnir eru gróðrarstía fyrir mœnuveikivírur. Úr „Science News Letter.“ Hálseitlarnir hafa lengi verið grunaðir um að vera gróðrarstía fyrir mænuveikivírur, og nú hef- ur fengizt endanleg staðfesting á þeim grun. Eitlar í görnunum hafa reynzt undir sömu sök seldir. Uppgötvun þessa gerði læknir, dr. David Bodian, sem starfar við farsóttardeild John Hopkins há- skólans í Bandaríkjunum, og er talið að það sé í fyrsta skipti, sem mænuveikivírur finnast í lík- amanum áður en þær komast í blóðið. Mænuveikimótefni í blóðinu, hvort heldur það er tilkomið við bólusetningu eða við náttúrlega myndun í líkamanum, snúast gegn vírunum meðan þær eru enn í eitlunum, sagði dr. Bodian í við- tali við Science Service. Þannig getur mótefninu, jafnvel þótt lit- ið sé, tekizt að stöðva vírurnar áður en þær komast í taugakerfið með blóðinu. Um gildi þessarar uppgötvunar í sambandi við almenna fyrirætl- un um bólusetningu sagði dr. Bod- ian, að telja mætti líklegt, að ef nógu mikill hluti ibúa lands eða landa, bæði börn og fullorðnir, væri bólusettur, myndu vírurnar deyja út í þvi landi eða löndum. Með því að börn eru aðalsmit- berar mænuveikinnar taldi dr. Bodian hugsanlegt, að hægt væri að útrýma mænuveikivírunum, ef öll skólabörn væru gerð ónæm með bólusetningu. Mænuveikivír- urnar, segir dr. Bodian, berast langmest með snertingu: frá hönd til munns eða munni til munns. Dr. Bodian gerði grein fyrir tilraunum sinum í tímaritinu Sci- ence. Tilraunirnar voru í þvi fólgn- ar, að hann gaf þrem sjimpönsum mænuveikivírur gegnum munninn. Áður en vírurnar komu fram í blóðinu voru aparnir drepnir og hin ýmsu líffæri þeirra rannsökuð með tilliti til þess hvort í þeim væru mænuveikivírur. Fannst þá tiltölulega mikið af vírum í háls- eitlunum og í garnaeitlum áður en þau fundust í öðrum innri líf- færum. Tiltölulega mikið af vír- um fannst einnig í smáeitlunum, sem taka við vessum úr hálseitl- unum og garnaeitlunum. Dr. Bodian gerði þessar tilraun- ir á öpum, en hann telur allar líkur benda til, að sýking manna fari fram eftir sömu leiðum og styðst í þvi efni við niðurstöður af krufningu á líkum manna, sem dáið hafa úr mænuveiki. STEINDÓRSPRENT H.F.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.