Úrval - 01.10.1955, Qupperneq 116
Hálseitlarnir eru gróðrarstía
fyrir mœnuveikivírur.
Úr „Science News Letter.“
Hálseitlarnir hafa lengi verið
grunaðir um að vera gróðrarstía
fyrir mænuveikivírur, og nú hef-
ur fengizt endanleg staðfesting
á þeim grun. Eitlar í görnunum
hafa reynzt undir sömu sök seldir.
Uppgötvun þessa gerði læknir,
dr. David Bodian, sem starfar við
farsóttardeild John Hopkins há-
skólans í Bandaríkjunum, og er
talið að það sé í fyrsta skipti,
sem mænuveikivírur finnast í lík-
amanum áður en þær komast í
blóðið.
Mænuveikimótefni í blóðinu,
hvort heldur það er tilkomið við
bólusetningu eða við náttúrlega
myndun í líkamanum, snúast gegn
vírunum meðan þær eru enn í
eitlunum, sagði dr. Bodian í við-
tali við Science Service. Þannig
getur mótefninu, jafnvel þótt lit-
ið sé, tekizt að stöðva vírurnar
áður en þær komast í taugakerfið
með blóðinu.
Um gildi þessarar uppgötvunar
í sambandi við almenna fyrirætl-
un um bólusetningu sagði dr. Bod-
ian, að telja mætti líklegt, að ef
nógu mikill hluti ibúa lands eða
landa, bæði börn og fullorðnir,
væri bólusettur, myndu vírurnar
deyja út í þvi landi eða löndum.
Með því að börn eru aðalsmit-
berar mænuveikinnar taldi dr.
Bodian hugsanlegt, að hægt væri
að útrýma mænuveikivírunum, ef
öll skólabörn væru gerð ónæm
með bólusetningu. Mænuveikivír-
urnar, segir dr. Bodian, berast
langmest með snertingu: frá hönd
til munns eða munni til munns.
Dr. Bodian gerði grein fyrir
tilraunum sinum í tímaritinu Sci-
ence. Tilraunirnar voru í þvi fólgn-
ar, að hann gaf þrem sjimpönsum
mænuveikivírur gegnum munninn.
Áður en vírurnar komu fram í
blóðinu voru aparnir drepnir og
hin ýmsu líffæri þeirra rannsökuð
með tilliti til þess hvort í þeim
væru mænuveikivírur. Fannst þá
tiltölulega mikið af vírum í háls-
eitlunum og í garnaeitlum áður
en þau fundust í öðrum innri líf-
færum. Tiltölulega mikið af vír-
um fannst einnig í smáeitlunum,
sem taka við vessum úr hálseitl-
unum og garnaeitlunum.
Dr. Bodian gerði þessar tilraun-
ir á öpum, en hann telur allar
líkur benda til, að sýking manna
fari fram eftir sömu leiðum og
styðst í þvi efni við niðurstöður
af krufningu á líkum manna, sem
dáið hafa úr mænuveiki.
STEINDÓRSPRENT H.F.