Úrval - 01.04.1956, Blaðsíða 2
Fyrnd orð — en falleg.
Framhald af 4. kápusíðu.
á listasafni Einars Jónssonar;
Hnitb.jarga lögur, skáldadrykk-
urinn, sem geymdur var í þess-
um björgum.
Hnúka, sitja á hækjum sér (sem
merki um hræðslu og að maður
vilji fela sig).
Hnyðja, tréhamar.
Homungur, sonur fæddur utan
hjónabands.
Hugtún, brjóst.
Hvarfús, reikull í ráði, óstöðug-
lyndur.
Lifra, systir.
Lifri, bróðir.
Linna, slanga, einnig lyngáll.
Löð, boð; ,,Buðumk hilmi löð“.
Motti, slæpingi; mottast yfir ein-
hverju, vera seinn að e-u.
Mundangslaun, hæfilegt endur-
gjald.
Orðkringi, orðfimi, mælgi.
Orðbæglnn, orðljótur.
Gómsker, tennur.
Fólkhagi, snjall hershöfðingi.
Fylving, hneta; láta fylving falla,
gráta.
Friðgin, tveir elskendur; einnig
foreldrar og börn.
Firinverk, illvirki. _
Forbergis, niður klöpp eða fjall,
Fólkmýgir, harðstjóri.
S'gur, hættulegur, sbr. mannýgur.
Vindbláinn, himinninn næst sjón-
deildarhringnum.
Færivon, von um hentugleika til
að gera eitthvað.
Fégrimmur, örlátur á fé. „Hinn’s
fégrimmur, es í Fjörðum býr,"
segir Egill í Arinbjarnarkviðu.
Vell, gull, sbr. vellauðugur.
Undurn, eyktarmark, klukkan 9
að morgni; morgin hétu ok
miðjan dag, undurn og aptan
(Völuspá).
Urður, dauði; draga urð að ein-
hverjum, valda dauða einhvers.
Málvinur, trúnaðarvinur, dáður
maður; málvinur manna.
Tálhreinn, ærlegur, hreinskilinn.
Teðja, bera á; teðja akra (komið
af tað).
Kanginyrði, orð sem særa.
Kilja, yfirhöfn; þýðir einnig vökvi
eða straumur; vörm kilja, blóð.
Kvalráður, reikull í ráði; sbr. sá
á kvölina sem á völina.
Lómur, svik, prettir; ala lóm, sitja
á svikráðum.
Lækinn, kauðskur, seinlátur; dreg-
ið af lókur, sem þýðir kauði
eða dröttull.
Löskur, duglaus, latur.
Fúldrumbur, önuglyndur maður.
Bæginn, þvermóðskufullur; bæg-
inn verðk vægja.
Dagsefi, logn.
Dagskeið, himinn.
Dásinn, duglaus, latur, værukær.
Gægur, skjálgur, augnskot; gæg-
ur er þér í augum, Þórhildur.
Hlýr, vangi, kinn; roðnar heitur
hlýr.
Hlýri, bróðir; (sá sem alinn er
upp við sömu (móður)kinn; tví-
burabróðir).
Beðvina, eiginkona.