Úrval - 01.04.1956, Síða 5
15. ÁRGANGUR O REYKJAVlK O 2. HEFTI 1956
„Enginn á neina eina uppsprettu
lífsnautnar — sitt eigið
hugmynclalíf'.“
Ahrif lista á lífsnautn mannsins.
IJr bókinni ,,í gróandanum“,";:)
eftir Kristján Albertsson.
OOKMENNTIR, í strangari
* * merkingu orðsins, er allt
það sem ritað er af list og hef-
ur almennt gildi. Listaverk
köllum vér góða bók vegna
þeirra sérstöku áhrifa, sem
hún hefur á sál einstaklings-
ins. Það er vert að dvelja hér
sem snöggvast við þau áhrif. í
hvaða sálarástandi getur t. d.
góð skáldsaga skilið við mann,
sem á annað borð er hæfur
til að njóta hennar?
Hann er gagntekinn and-
legri nautn, en hún getur verið
margvíslegs eðlis, eftir því
hverjar tilfinningar segja
sterkast til sín.
Ef til vill eru áhrifin aðal-
lega i því fólgin, að þegar
hann lítur upp að lestrinum
loknum er athyglin skerpt,
ímyndunin næmari og frjórri
en venjulega, menn og mál og
hlutir fá sterkara og dýpra líf.
Yfir þeim minningum, sem
vakna, er nýtt og annarlegt
ljós, sem gerir þær áhrifa-
meiri. Konuandlit, sem hann
virðir fyrir sér í huganum,
verður sálríkara og undursam-
legra en áður. Herbergið, sem
hann situr í, er allt í einu orðið
að glöggri og einkennilegri
mynd af kjörum hans, smekk
og lífsvenjum, sem hann hafði
aldrei fyrr tekið eftir. . . Hann
*) Úr greininni „Andlegt líf á Is-
landi“. Birt með leyfi höfundar.