Úrval - 01.04.1956, Qupperneq 8
JÞað er mikið talað um íslenzka gest-
risni. Hér g-etur að líta ofurlitla
mynd af arabískri gestrisni.
Skilnaðargj ö f.
Grein úr „Westermanns Monatsheften“,
eftir dr. Rolf Reissmann.
’Y'IÐ SÁTUM EINIR og það
* lagði angan að vitum okk-
ar frá kaffibollunum sem stóðu
á milli okkar. Úti beið skipið
brottfarar. IJti beið bjartur dag-
ur, brennheit sólin, hvít borg-
in. En hér, í húsi gestgjafa
míns, var hálfrokkið eins og í
öllum arábískum húsum.
í fjórtán daga hafði ég dval-
ið í þessu húsi. Allt hafði stað-
ið mér til reiðu: þjónustulið,
dýrmætar bækur, garðurinn
með gosbrunninum og síðast en
ekki sízt húsbóndinn sjáifur,
sem alltaf var nálægur þegar
ég óskaði návistar hans og alltaf
fjarverandi þegar ég vildi vera
einn, og nú lá milli okkar æva-
gamalt bindi af Kóraninum,
sveipað silki, þessi dýrmæta bók
sem ég hafði oft farið höndum
um; hún lá þarna sem skilnað-
argjöf, og mér var öllum lokið.
Ég gat ekki sagt: „Nei, þetta
er of mikið!“ eða „þér rænið
sjálfan yður!“ eða önnur jafn-
bjánaleg kurteisisorð sem tíðk-
anleg eru í Evrópu: það hefði
ekki verið samborið virðingu
gestgjafa míns. En mér bjó í
hug, að mér mundi aldrei auðn-
ast að endurgjalda hina dýr-
mætu gjöf eða gestrisnina sem
ég hafði notið. Þess var ekki
að vænta, að Arabinn heim-
sækti mig nokkurn tíma í
Þýzkalandi; og í vestrænum
heim var enginn sá hlutur til
er gæti fært honum gleði eða
ekki yrði sem aðskotahlutur í
þessu húsi.
_,,Ég blygðast mín,“ sagði ég.
„I fjórtán daga hafið þér lesið
hverja ótalaða ósk úr augum
mínum. Eiginlega ætti ég . . .“
Arabinn horfði á mig rólegum
alvarlegum aUgum. Hann hafði
legið hálftíma á bæn þennan
morgun, hann hafði ekki rokið
upp af svefni og ætt sinnulaus
út í önn dagsins. Dauft bros lék
um varir hans. „Allar setningar
ykkar, sem byrja á „eiginlega“
eru annarlegrar merkingar. Þér
hugsuðuð, að „eiginlega“ ætt-
uð þér að endurgjalda mér. Ég
þekki siði ykkar. Þið getið því
aðeins setzt með góðri samvizku
að veizluborði vinar, að blóm-