Úrval - 01.04.1956, Blaðsíða 9

Úrval - 01.04.1956, Blaðsíða 9
SKILNAÐARGJÖF 7 vöndurinn sem þið komuð með skreyti borð húsfreyjunnar. Og þegar vinurinn kemur næst í heimsókn til ykkar, verður einn- ig að búa honum veizluborð. Og sumt fólk getið þið því mið- ur ekki umgengist, af því að þið getið ekki goldið 1 sömu mynt.“ „En gætið eins,“ sagði ég, „blómvöndurinn er ekki annað en kurteisisvottur. Hann á að segja: þér hafið lagt svo mikið erfiði á yður mín vegna, ég kem hér í staðinn með lítilræði til að skreyta íbúð yðar. Öllum mönnum er þörf á að láta í ljós þakklæti fyrir sýndan velgern- ing.“ „Kæri vinur,“ sagði Arabinn, ,,þér þurfið ekki að auðsýna þakklæti. Það er ég sem á að þakka fyrir að þér hafið verið hjá mér. Við Arabar trúum því, að gestur sé hin bezta gjöf, sem Allah getur fært okkur. Vitið þér hvað þér hafið gert húsi mínu með návist yðar? Þér komuð hingað — og á samri stundu breyttist andrúmsloftið í þessu húsi. Það var orðið þreytt og þungt. I slíku lofti verður maður latur og hirðu- laus. Gestur færir með sér ferskan blæ, hann er hvöt, ljær öllu vængi, setur lífið í húsinu á hreyfingu.“ Ég drakk síðasta sopann úr bollanum. ,,Það virðist jafnvel einnig heyra til gistivináttu hjá ykkur að ræna úr hjarta gests- ins síðasta votti blygðunar.“ „Nei, þetta er satt!“ sagði vinur minn með áherzlu. „Hversu fallegt virðist mér nú ekki aftur allt sem ég á, eftir að þér hafið dáðst að því! Bæk- ur mínar, tryggir, en gamal- kunnir förunautar, eru orðnar mér dýrmætar að nýju, eftir að þér hafið handleikið þær með lotningu og aðdáun. Ég hef rót- að í gömlum kistum og fundið gler- og postulínsmuni, sem ár- um saman hafa verið mér gleymdir, og séð þá aftur glitra í ljósi c\g glaðzt yfir litum þeirra og línum. Mér hefur hug- kvæmst hvernig ég gét gert garðinn minn fallegri, og ég hef ákveðið a.ð tefla oftar skák en ég hef gert nú um skeið. Og öll borgin okkar, sem svo mjög hefur heillað yður, en hafði um langa hríð gert mér gramt í geði — hana sá ég með yðar augum, og það hefur gert mér gott. Ég hef verið prúðbúnari en áður og venjufremur alúð- legur við þjónustulið mitt, til þess að gesturinn sæi aðeins glaðleg andlit. Allt þetta á ég yður að þakka — og hví skyldi ég ekki gjalda þá þökk með því að gefa litla bók, þeim mun fremur sem aðdáun yðar hefur aukið gildi annarra bóka minna að nýju í augum mínum?“ „Þér setjið yður í spor gests yðar og sjáið hlutina með hans augum.“ „Gestgjafi, sem ekki sér með augum gestsins, er enginn gest- gjafi. Hann er ekki samboð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.