Úrval - 01.04.1956, Síða 13

Úrval - 01.04.1956, Síða 13
LISTIN AÐ LIFA ! HJÓNABANDI 11 þess, að maðurinn sé stöðugt að fullvissa hana um ást sína — i orðum jafnt og athöfnum. Það er ekki vegna þess að hún sé hégómagjörn og vilji láta slá sér gullhamra, (sennilega eru karlmenn hégómagjarnari en konur), heldur vegna þess að sannfæringin um að hún sé elsk- uð eykur henni traust. I slíku andrúmslofti getur hún veitt manni sínum fyllsta unað í vissu þess að hann ann henni heitt og mun ekki yfirgefa hana þeg- ar hún er orðin móðir og þarfn- ast hjálpar og að hann muni einnig elska börn hennar og taka fullan þátt í uppeldi þeirra. Þannig er konan alsæl, þegar hún veit að maðurinn ann henni af alhug. Hún veit að líkams- þokki hennar er ekki aðeins laun sem hún getur gefið mann- inum fyrir ást hans, heldur einn- ig tæki til þess að viðhalda og auka ást hans. I stuttu máli: hún veit, að með kynlífi sínu getur hún tryggt sér ást manns síns, ef hún heldur vel á spil- unum. Ekki er þó svo að skilja, að kynlífið og ástin sé raunveru- lega aðskilin í reynslu hennar. Hún á að geta notið hinnar holdlegu tjáningar ástarinnar engu síður en maðurinn. En samt hefur hún alltaf annað viðhorf til hennar. Af framansögðu er auðskilið hversvegna konu finnst sér sár- lega misboðið þegar maður hennar umgengst kynlíf þeirra eins og sjálfsagðan hlut og skeytir ekki um að láta í ljós þá ást, sem ætíð á að finna í því æðstu tjáningu sína. Á þessu getur manninn alveg brostið skilning. Það sem hon- um finnst máli skipta er stað- festa hans, og honum kann að virðast óþarft og jafnvel til- gerðarlegt að vera sífellt að fullvissa konuna um ást sína. Það sé aðeins háttur samvizku- lausra kvennamanna, að vera sífellt með ástarorð á vörunum. Eigi að síður veit hygginn maður, að kona hans verður ekki fullkomlega hamingjusöm meðan hann vanrækir að sýna henni þau tákn ástar hans, sem kosta hann svo lítið, þegar allt kemur til alls, í samanburði við ávinninginn. Ef eiginmaður sveltir konu sína að staðaldri í ástum, mun hann að lokum komast að raun um, að hann hættir að geta vakið kynlíf hennar. Það er ekki hennar sök. Sérhver maður þarf að gera sér ljóst, að hlut- verk konunnar í ástum er svör- un, og að þessvegna verður eitt- hvað að vera til að svara. Ég held að það hafi verið Balzac, sem sagði að konan væri eins og fiðla — í höndum kunnáttu- manns geti hiin sent frá sér unaðslega tónlist; en í klaufa- höndum komi ekki frá henni annað en falskir skrækir! Sérhver kona veit, að þessi einfalda samlíking er rétt. En mikið vantar á, að allir karl-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.