Úrval - 01.04.1956, Blaðsíða 15
LISTIN AÐ LIFA 1 HJÓNABANDI
13
föld: að fá hjónin til að gera
samning: hann lof ar að reyna að
fullnægja þörf hennar á ástúð
og umhyggju, ef hún lofar á
móti að svara betur þörf hans
á fullnægingu í kynlífi sínu.
Þegar ísinn hefur einu sinni ver-
ið brotin, losnar um bundnar til-
finningar í brjóstum beggja og
ástin lifnar að nýju. Þegar þau
finna hverta um sig, að þörf-
um þeirra er svarað, verða þau
fúsari og betur fær um að gefa
hvort öðru af auðlegð sinni.
Ég held að mörg hjón myndu
vera hamingjusamari í hjóna-
bandi sínu, ef þau gerðu sér
betur grein fyrir þeim mun á
körlum og konum, sem hér hef-
ur verið gerður að umtalsefni.
Sé hann tekinn réttum tökum,
mun hann auðga samlíf þeii'ra,
en ekki verða því fjötur um
fót.
Geri maðurinn sér grein fyrir
honum, mun honum auðnast að
vekja í kynlífi þeirra svörun
hjá konunni, sem gerir henni
kleift að njóta hins holdlega
unaðar í jafnríkum mæli og
honum sjálfum.
Jafnframt mun konunni auðn-
a.st með svörun sinni að tendra
í brjósti manns síns ást og þakk-
læti, sem eykur hjá honum löng-
un til að gleðja hana og gera
henni allt til geðs. Og það fær-
ir honum bæði frelsi og fögnuð.
Þannig hverfu.r þá í raun og
veru munurinn á þeim þegar
þau sameinast í ástarreynslu
sinni.
□---□
Hohlið er veikt.
Sveitaprestur í Svíþjóð þjáðist af svefnleysi og' leitaði til
vinar síns, sem var læknir, í næstu borg.
,,Ég gæti svo sem gefið þér svefnmeðul," sagði læknirinn,
,,en það er lítið gagn að þeim þegar til lengdar lætur'. Gerðu
heldur eins og ég, fáðu þér heitt, sterkt toddy á hverju kvöldi."
,,Nei. Ég sem prédika bindindi á hverjum sunnudegi. Það
get ég ekki."
,,En ef ég gef þér resept upp á það og læt sjúkrasamlagið
borga ?“
,,Nei, nei, ekki er það betra. Og hvernig ætti ég að fá heitt
vatn ?“
„Segðu ráðskonunni þinni, að þú ætlir að breyta til og' raka
þig á kvöldin í stað morgnana."
„Ég veit ekki — kannski ég reyni það," sagði prestur.
Mánuði síðar átti læknirinn leið framhjá prestsetrinu og hug-
kvæmdist að líta inn til vinar sins. En prestur var ekki heima.
„Hvernig líður prestinum?" spurði hann ráðskonuna.
„Og minnist ekki á það. Hann er orðinn eitthvað undarlegur.
Hann er farinn að raka sig þrisvar á dag."
— Allt.