Úrval - 01.04.1956, Page 17
HINN HELGI SJÚKDÓMUR
15
unni en í lífi hins mikla liers-
höfðingja og stjórnmálamanns.
Þessi örlagaríku áhrif flogaveik-
innar á gang sögunnar eiga ræt-
ur sínar að rekja til þeirrar stað.
reyndar, að flokaveikisköstin
koma hvergi nærri alltaf fyrir-
varalaust. Rúmur þriðjungur
allra flogaveikisjúklinga greina
einhvern fyrirboða þess að kast
sé í aðsigi; og þessi tilfinning
eða skynjun, sem varað getur
nokkrar sekúndur, jafnvel mín-
útur, og nefnist á læknamáli
ára, getur verið með ákaflega
margvíslegum hætti. Hinum nið-
urfallssjúka getur fundizt sem
blásið sé á hann, það getur grip-
ið hann hræðsla eða um hann
getur farið slík unaðskennd, að
fyrir hana þoli hann fúslega hin
svæsnustu köst. Hann getur
fundið lykt og bragð, heyrt há-
vaða eða jafnvel hina dýrðleg-
ustu tónlist, hann getur séð eld-
ingar, eldhnetti og blossa. Bæ-
heimski lífeðlisfræðingurinn
Purkynje, sem var sjálfur floga-
veikur í æsku, lýsir þeirri áru
er hann skynjaði, þannig: „Mér
birtist ómælisvítt, ólgandi eld-
haf, sem ég snerist æ hraðar
í kringum og drógst að með
ómótstæðilegu afli, unz ég
missti meðvitundina."
Svo margvísleg sem þessi ára
getur verið, jafnbreytilegur er
sá tími, sem hún getur varað.
Sjaldnast varir hún þó lengur
en í nokkrar sekúndur, þannig
að hinn sjúki getur hagnýtt sér
hana sem fyrirboða og gert var-
úðarráðstafanir ef vel stendui’
á. Hjá sumum sjúklingum varir
hún nokkrar mínútur, og er
auðvelt fyrir þá að búa í hag-
inn fyrir sig. Þegar svo stendur
á um sjúkling, sem gæddur er
andlegum yfirburðum, virðist
sem árunni geti fylgt mögnun
skynjana og tilfinninga, sem —-
eins og t. d. hjá rússneska skáld-
inu Dostojewskij — hefur
frjóvgandi áhrif á verk hans.
í hópi þessara lánsömu mikil-
menna var- Gajus Júlíus Sesar.
Hjá honum hefur áran hlotið að
vara óvenjulengi, og er enginn
vafi á því, að hún hefur haft
heimssöguleg áhrif.
Hinn 6. febrúar árið 46, þegar
Sesar er að undirbúa orustuna
við Þapsus, finnur hann að hinn
gamli sjúkdómur er að vitja
hans. En hann veit, að fyrir-
boðinn muni vara góða stund;
og því vinnst honum tími til að
skýra fyrir hershöfðingjum sín-
um árásarfyrirætlanir sínar,
eggja hermenn sína og blása
þeim í brjóst kjark og sigur-
vissu. Meðan hersveitir hans
geisast fram gegn óvinunum
undir herópinu „Felicitas", kem-
ur flogið yfir hann og varpar
honum til jarðar. Þegar hann
vaknar, hefur óvinaherinn
tvístrast, og Cató, Scípíó og
Júba konungur fremja sjálfs-
morð. Sesar er orðinn drottnari
alls þess heims, sem þá var
kunnur hvítum mönnum; og sú
staðreynd, að áran á undan flog-
inu nægði til þess að gera að