Úrval - 01.04.1956, Qupperneq 21
SJÓRINN ER ÓÞRJÓTANDI EFNAAUÐLIND
19
það eru ekki nema þrjátíu ár
síðan farið var að vinna hrá-
efni til iðnaðar, önnur en matar-
salt, beint úr sjónum.
Efnahagslegt gildi sjávarsalts
er oft vanmetið. I Bretlandi,
Bandaríkjunum, Þýzkalandi og
Frakklandi er salt unnið úr
jörðu, þar sem saltlög hafa
myndazt eftir vötn, sem gufuðu
upp. Gott dæmi um þetta eru
saltnámurnar í Cheshire, sem
eru grundvöllur alkalíiðnaðar
Bretlands. En í löndum, sem
ekki eiga salt í jörðu, hef-
ur fólkið lært að vinna það úr
sjónum. Allsstaðar þar sem sól
og vindar láta í té þá orku, sem
þarf til þess að láta vatn gufa
upp, er með hagnaði hægt að
vinna salt úr sjó. Jafnvel í
Bandaríkjunum er saltvinnsla úr
sjó blómlegur iðnaður; árið 1948
voru unnar þar 800.000 lestir
úr sjó. Syðst við San Francisco-
flóann er fullkomnasta salt-
vinnsluver í heimi. Sjó er dælt
í uppgufunarker, sem þekja
hundruð hektara. Eftir um það
bil hálfsmánaðar uppgufun er
liæklinum, sem þá er eftir, dælt
í tjarnir, þar sem frekari upp-
gufun fer fram. Þarna botnfell-
ast ýms torleyst efni, svo sem
kalsíumsúlfat og járnsúlfat. Því
næst er pæklinum veitt í hinar
eiginlegu salttjarnir, þar sem
uppgufunin heldur áfram og
saltið kristallast og botnfellur.
Ödýr orka er frumskilyrði
þess, að saltvinnsla úr sjó borgi
sig. Níu-tíundu hlutar af vatn-
inu verður að gufa upp áður
en saltið kristallast. í köldum
löndum, þar sem sólar nýtur
ekki nægilega, er saltið unnið
úr sjó með frystingu; ef sjór er
frystur, verður ísinn næstum
hreint vatn, en eftir verður
sterkur pækill. Þannig salt-
Salttjarnir í Suður-Evrópu.