Úrval - 01.04.1956, Qupperneq 23
SJÓRINN ER ÓÞRJÓTANDI EFNAUÐLIND
21
ated Ethyl Co. Ltd.) aðra bróm-
verksmiðju á Anglesey. Þar er
unnið úr 1,5 milljónum lítra á
dag.
Þessar brómverksmiðjur voru
fyrstu stóru sjóefnaverksmiðj-
urnar, sem voru samkeppnisfær-
ar um vinnslu efna úr sjó. Árið
1921 var brómframleiðslan í
Bandaríkjunum 325 lestir á ári.
Árið 1942 var hún komin upp
í 60.000 lestir, og var það nærri
allt unnið úr sjó.
Reynslan, sem fékkst af þess-
ari brómvinnslu kom að ómet-
anlegu gagni þegar önnur stóra
sjóefnaiðngreinin var sett á
laggirnar — en það var magní-
umvinnsla.
Árið 1939 var magníum til-
tölulega dýr málmur og lítið
framleitt af honum. Á stríðsár-
unum jókst eftirspurn eftir hon-
um stórlega. Hann var notaður
til framleiðslu á eldsprengjum
og í flugvélar. Blanda af alúm-
íníurn og magníum hefur svipað-
an styrkleika og stál, en er
miklu léttari. Hér var því hinn
ákjósanlegasti efniviður í flug-
vélar.
Þegar auka þurfti magníum-
framleiðsluna, varð sjórinn fyr-
ir valinu sem hráefni. Ekki
þurfti að óttast hráefnaskort
þar sem 4 milljónir lesta af
magníum eru í teningsmílu
sjávar. Dow efnaverksmiðjurn-
ar, sem fengið höfðu dýrmæta
reynslu af brómvinnslunni,
reistu stóra magníumverk-;
smiðju á ströndinni við Freeport
í Texas, þar sem staðhættir
voru svipaðir og við Kuréflóa.
Fyrsta magníumstöngin var
steypt þar 21. janúar 1941.:
Önnur magníumverksmiðja var
síðar byggð annarsstaðar í
Texas. í Bretlandi hefur verið
reist magníumverksmiðja í
Hartlepool, Burnham.
Með þessum bróm- og magn-
íumverksmiðjum er sjóefna-
framleiðslan orðin að stóriðju.
En það eru mörg fleiri verð-
mæt efni í sjónum, sem bíða
þess að verða hagnýtt. Af kal-
íum eru 4 milljónir lesta í hverri
teningsmílu sjávar. Ekki bólar
að vísu enn á kalíumskorti í
heiminum. I Þýzkalandi, eink-
um við Stassfurt, eru auðugar
kalíumnámur og einnig við
Dauðahafið. En þess verður
tæplega langt að bíða, að kal-
íumvinnsla úr sjó hefjist í stór-
um stíl. Frá Noregi berast þær
fréttir, að þar sé í undirbúningi
bygging verksmiðju til að vinna
kalíum úr sjó.
Kopar er einn þýðingarmesti
nytjamálmur nútímans. En
auðugustu koparnámur heims-
ins ganga nú mjög til þurrðar.
Að því hlýtur að koma, senni-
lega fyrir næstu aldamót, að
vér verðum að leita til sjávar-
ins til að fullnægja koparþörf
vorri. Á mælikvarða nútíma-
tækni er koparmagnið í sjón-
um að vísu ákaflega lítið —
aðeins 1:100.000.000. En með
nýjustu tækni í rafgreiningu
(ion exchange) er hægt að