Úrval - 01.04.1956, Qupperneq 24
22
ÚRVAL
vinna uppleyst efni, þótt ekki
sé meira af þeim en þetta.
Eins og vænta mátti hefur
það lengi verið draumur manna
að geta unnið gull úr sjónum.
Ekki er neinn vafi á því, að gull
er í sjónum, en mönnum virð-
ist ekki bera saman um, hve
mikið það sé. Öruggt virðist þó
að ætla, að fá megi tugmillj-
óna króna virði af gulli úr einni
teningsmílu sjávar. En enginn
hefur enn fundið aðferð til að
vinna gull úr sjó þannig að svari
kostnaði.
Eftir fyrri heimstyrjöldina
gerði merkur þýzkur efnafræð-
ingur, Fritz Haber að nafni, sér
vonir um, að geta notað sjávar-
gull til að greiða stríðsskuldir
lands síns. Hann sigldi á skipi
sínu, Meteor,um Atlantshaf í leit
að þeim svæðum þar sem mest
væri af gulli í sjónum. Haber
komst að raun um, að gullið
er ekki uppleyst í sjónum, held-
ur svífur það í örsmáum ögn-
um, sem svifið í sjónum
tekur til sín og ber að lokum
til botns. Lög á sjávarbotni eru
oft allauðug af gulli. Haber
komst að raun um, að auðug-
asta gullsvæðið í Atlantshafi
var undan ströndum Nýfundna-
lands. En jafnvel þar var magn-
ið of lítið til þess að það borg-
aði vinnslukostnaðinn, og
neyddist Haber því til að leggja
draum sinn á hilluna. Síðan hafa
aðrar tilraunir verið gerðar til
að vinna gull úr sjó, en án ár-
angurs.
Líkur benda til, að gull og
önnur dýrmæt efni, sem lítið er
af í sjónum, muni verða unnin
sem fylgiefni (by-products) í
sjóefnaverksmiðjum, sem reist-
ar eru til að vinna önnur efni
úr sjó. Tilraun var gerð til að
ná gulli úr sjónum í brómverk-
smiðjunum í Bandaríkjunum, en
jafnvel sú vinnsla borgaði ekki
kostnaðinn, og var tilraununum
þá hætt.
Með aukinni reynslu í sjóefna-
vinnslu mun án efa verða hægt
að lækka framleiðslukostnaðinn
svo mikið, að vinnsla verðmætra
fylgiefna borgi sig. Efnaverk-
smiðjur, sem nota sjó fyrir hrá-
efni, .munu þá framleiða f jölda
efna, líkt og áburðarverksmiðj-
umar, sem nú nota loftið fyrir
hráefni.
Húsmóðir hafði fengið nýjan, hugvitsamlega gerðan dósa-
skera, en gekk illa að komast upp á lagið með að nota hann.
Eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir lagði hún frá sér sker-
ann og fór inn í stofu til að ná í gleraugun sín, svo að hún
gæti lesið betur leiðarvísinn. Þegar hún kom aftur, sá hún sér
til mikillar undrunar, að vinnukonan var búin að skera upp
dósina með honum.
,,Hvemig fórstu að þessu?" spurði húsmóðirin. ,,Þú sagðir
mér, að þú kynnir ekki að lesa."
,,Já," sagði stúlkan. „En þegar maður getur ekki lesið, þá
fer maður að hugsa." - Outspan.