Úrval - 01.04.1956, Qupperneq 31
ÁHRIF FYRSTA UMHVERFIS
29
Um sex vikum eftir að hund-
unum hafði verið hleypt út úr
búrunum, létum við þá komast
í kynni við ýmsa ókennilega
hluti, svo sem hauskúpu af
manni, gúmmíblöðru sem bólgn-
aði hægt út af sjálfu sér, opna
regnhlíf o. fl. Samanburðar-
hundarnir forðuðu sér venjulega
burtu frá þessum hlutum, án
þess að sýna mikla geðshrær-
ingu. Tilraunahundarnir höguðu
sér allt öðru vísi. Þeir urðu æst-
ir, stukku fram og aftur kring-
um hlutinn, en þessi æsing og
athafnasemi virtist næsta fálm-
kennd. Þeir virtust ekki vita
hvernig þeir ættu að bregðast
við hlutnum.
Ári seinna var tilraunin end-
urtekin. Samanburðarhundarnir
brugðust nú öðruvísi við: þeir
fylltust gáskafullri árásar-
hneigð, réðust á hlutinn urrandi
og geltandi og glefsuðu jafnvel
í hann. Tilraunahundarnir urðu
enn sem fyrr æstir, en sýndu
jafnframt tilhneigingu til að
forðast hlutinn. Þeir voru m.ö.o.
að komast á svipað þroskastig
í viðbrögðum og samanburðar-
hundarnir höfðu verið ári áður.
Þessar niðurstöður benda til,
að meðfædd tilfinningahegðun,
svo sem tilhneiging til að forða
sér eða gera árás, segi ekki til
sín fyrr en dýrið hefur öðlazt
talsverða reynslu frá vekjandi
umhverfi. Án slíkrar reynslu,
sóar dýrið kröftum í tilgangs-
lausar athafnir.
Þessar tilraunir vöktu nýja
hugtæka spurningu: Hvernig
bregzt dýr, sem svift hefur ver-
ið reynslu, við reiti (stimulus),
sem veldur sársauka en er þó
meinlaust ? Er flótti undan sárs-
auka einfalt viðbragð, sem er
öllum dýrum eiginlegt, eins og
margir sálfræðingar hafa talið?
Frekari tilraunir sýndu, svo ekki
varð um villzt, að svo er ekki.
Ein þessara tilrauna var í
því fólgin, að lítill, rafknúinn
bíll var látinn elta hundana og
fengu þeir raflost, ef þeir snertu
bílinn. Samanburðarhundarnir
lærðu fljótt að varast að láta
bílinn snerta sig. Eftir sex raf-
lost að meðaltali gat tilrauna-
maðurinn ekki látið bílinn snerta
þá. Og viðbrögð þeirra voru ró-
leg og yfirveguð: þeir sátu
kyrrir og horfðu á bílinn og
viku til fæti eða rófunni ef með
þurfti til að forðast bílinn og
forðuðu sér ekki fyrr en á síð-
ustu stundu, ef bíllinn stefndi
á þá.
Hegðun tilraunahundanna var
aftur á móti ofsaleg og alveg út
í hött. Þeir stukku fram og aft-
ur, hoppuðu í hringi og hlupu
jafnvel á bílinn þegar hann stóð
kyrr, ef hann varð á vegi þeirra.
Þeir þurftu 25 raflost að meðal-
tali áður en þeir lærðu að forð-
ast bílinn, og jafnvel eftir það
urðu þeir æstir í hvert skipti
sem þeir sáu hann. Tveir til-
raunahundanna voru prófaðir
aftur tveim árum eftir að þeir
losnuðu úr búrunum. Þeir urðu
jafnæstír og fyrr og annar