Úrval - 01.04.1956, Page 32
30
ÚRVAL
þeirra lærði ekki að varast bíl-
inn fyrr en hann hafði fenvið
23 iost.
I þessum og öðrum prófunum
á viðbrögðum tilraunahundanna
við sársauka, sem í sumum til-
fellum gat verið þeim til tjóns,
höguðu flestir þeirra sér eins
og þeir vissu ekki að sársauka-
valdurinn væri nálægur; þeir
hefðu getað brugðizt á sama
hátt við kveisu. Okkur til mik-
illar undrunar léku þeir sér oft
að sársaukavaldinum eða gengu
rakíeitt á hann. Til dæmis ráku
þeir höfuðið hvað eftir annað
í vatnsleiðslu, sem lá meðfram
veggnum í einum tilraunaklef-
anum. Einn hundurinn rak 30
sinnum höfuð í leiðsluna á ein-
um klukkutíma. Ekki varð séð
að hundarnir fyndu neitt til þó
að þeir rækju sig á leiðsluna.
Þessar og fleiri nýlegar niður-
stöður benda til, að flótti undan
sársauka sé engan veginnsú ,,eðl-
ishvöt“ til verndar einstaklingn-
um, sem lengi hefur verið álitið.
Bæði skynjun sársauka og við-
brögð við honum er flókið ferli
(process), sem heilinn á mikinn
þátt í. Rétt viðbrögð við sársauka
eru áunnin, að minnsta kosti
að nokkru leyti, við reynslu.
Og ef dýrið öðlast ekki þá
reynslu í bernsku, virðist svo
sem viðbrögð þess geti aldrei
orðið jafnróleg og nákvæm og
hjá eðlilega þroskuðu dýri.
Við prófuðum á ýmsan hátt
greind tilraunahundanna, eða
hæfileika þeirra til að leysa
vanda. Ein tilraunin var þannig,
að fyrst voru hundarnir vandir
á það að ná sér í mat með því
að hlaupa meðfram vegg í her-
bergi úr einu horni þess í það
næsta. En svo settum við mat-
inn í annað horn herbergisins.
Þetta gerðum við í augsýn hund-
anna og drógum sérstaklega at-
hygli þeirra að því með því að
láta matardalinn harkalega á
gólfið. Samanburðarhundarnir
hlupu venjulega rakleitt að mat-
arílátinu, en það brást varla
að tilraunahundarnir hlypu rak-
leitt í gamla hornið; þegar bezt
lét, komust þeir að dallinum eft-
ir krókaleiðum. Þá breyttum við
tilrauninni þannig, að við sett-
um vírnetsgirðingu fyrir fram-
an matardalinn til þess að prófa
hvort hundarnir væru nógu
skynsamir til að krækja fyrir
hana. Tilraunahundarnir sýndu
enn einu sinni áberandi skort
á greind. Flestir samanburðar-
hundarnir lærðu að krækja fyr-
ir girðinguna eftir eina eða tvær
tilraunir, en tilraunahundarnir
stukku hvað eftir annað á girð-
inguna, klóruðu í hana og
reyndu að troða trýninu í gegn-
um möskvana til þess að ná
í matinn.
Lokaprófið var að rata í gegn
um 18 mismunandi völundarhús.
Hundunum voru gefnar eink-
unnir eftir því hve oft þeir villt-
ust og hve langan tíma það tók
þá að komast í gegnum völund-
arhúsin og ná í matinn, sem beið
þeirra við hinn endann. Eins