Úrval - 01.04.1956, Side 34
32
tTRVAL
þáttum sálarlífsins. Leggja ber
á það áherzlu, að niðurstöðurn-
ar af tilraunum okkar eru ekki
heimfæranlegar á menn, því að
umhverfisaðstæður eru að sjálf-
sögðu gjörólíkar. En tilraun-
irnar leiða skýrt í ljós, að dýrin
þarfnast skynörvunar til þess
að geta þroskazt eðlilega, á
sama hátt og þau þarfnast fæðu
og vökvunar. Þetta er stað-
reynd, sem sálfræðingum hefur
oft sézt yfir. Því hefur lengi
verið haldið fram, annað hvort
beint eða óbeint, að öll hegðun
stjórnist af frumlægri þörf á
því að draga úr þenslu og rösk-
un til þess að viðhalda stöðug-
leik og jafnvægi í lífi dýrsins.
Þetta er bersýnilega rangt. Líf-
verur sækjast eftir að ró þeirra
sé raskað. Þær geta jafnvel ekki
lifað eðlilegu og fullnægjandi lífi
án þess. Einkum er brýn nauð-
syn að þær fái nægilega örvun
frá umhverfi sínu á mótunar-
skeiði ævinnar. Ef þær eru svift-
ar því, ná þær aldrei fullum
þi-oska.
□—
Afreksverk unnin á sjnkrabeði.
Grein úr ,,The Listener“,
eftir Cecil Woodham-Smith.
MÉR var kennt i æsku að
dást að duglegu og at-
hafnasömu fólki. Mér var kennt,
að til þess að gera mig hæfan
til að afreka eitthvað í lífinu
þyrfti ég að venja mig á að
fara snemma á fætur, ganga
rösklega og aldrei láta undan
þeirri löngun, sem oft ásótti
mig: að taka mér smáhvíldir.
„Stattu upp!“ kvað sí og æ við í
eyrum mér höstum rómi, „þú
kemur aldrei neinu í verk með
því að liggja.“
Þetta er blátt áfram ósatt.
Það hafa verið uppi bæði menn
og konur, sem með störfum sín-
um höfðu djúptæk áhrif á sam-
tíð sína og gang sögunnar, enda
þótt þau lifðu lífi sínu alveg
gagnstætt því sem mér var
kennt að væri hið eina sálu-