Úrval - 01.04.1956, Page 44
Mannfræðingur Iýsir því hver áhrif
það hefur á steinaldarmenn þegar
þeir kynnast járninu.
Þegar steinaldarmenn kynnast járninu.
Grein úr „UNESCO Courier",
eftir Alfred Metraux.
FYRIR f jórum öldum dró gull-
æðið og glæstar vonir um
mikil auðæfi spænska ævintýra-
menn vestur um Atlantshaf þar
sem þeir námu land og háðu
blóðugar styrjaldir við frum-
byggjana í leit sinni að gulli og
dýrum málmum.
Undarlega hliðstæðu þessa
aldagamla gullæðis getur nú að
líta á þessum sömu slóðum, þar
sem er „járnæði" hinna frum-
stæðu ættflokka frumskóg-
anna. Græðgi þeirra í járn
er svo mikil, að hún er alls ráð-
andi í skiptum ættflokkanna og
hvítra manna, sem eiga þennan
„dýrmæta" málm.
Það er erfitt að gera sér fulla
grein fyrir hvert gildi járnið
hefur í lífi frumstæðra þjóða,
nema við íhugun fyrst lifnaðar-
hætti steinaldarmanna, sem uppi
voru fyrir árþúsundum. Enn í
dag eru til þjóðflokkar á Nýju
Guineu og í Brasilíu, sem nota
sömu verkfærin og forfeður
okkar á steinöld.
Þessir þjóðflokkar rækta
frumskógarjörðina. Þriðja hvert
ár verða þeir að ryðja sér nýtt
rjóður með því að höggva skóg-
inn, til þess að geta komið í
jörðu korninu og rótarhnýðun-
um, sem líf þeirra byggist á.
Það er ekki auðvelt að ryðja
skóg með steinöxi, sem brýtur
og rífur meira en hún heggur.
Það er bæði erfitt og seinlegt.
Með lítilli handöxi úr járni
má vinna sama verk á marg-
fallt skemmri tíma og með
miklu minni fyrirhöfn. Maður
sem á slíkan töfragrip getur
sparað kraftana og þarf ekki
lengur að hafa áhyggjur af því
að regnið kom áður en hann
getur sáð. Allt búskaparlag
hans gerbreytist. Hann getur
rutt eins mikið land og hann
kærir sig um. Uppskeran verður
meiri, sulturinn situr ekki fram-
ar við dyrnar, og færri börn
deyja en áður. Ættflokkur hans
eflist og stækkar, nágrannarnir
taka að bera óttablandna lotn-
ingu fyrir honum, og þannig
hverfur margt, sem áður ógnaði
lífi hans. Indíáni getur séð fyrir
sér þessa keðju orsaka og af-