Úrval - 01.04.1956, Side 45
ÞEGAR STEINALDARMENN • KYNNAST JÁRNINU
43
leiðinga þegar hann reynir stál-
öxina á trjábol í fyrsta skipti.
Á sléttunum við Amazónfljót-
ið berast frægðarsögur af þess-
um „dýmiæta málmi“ meðal
ættflokkanna löngu áður en
hvítir menn koma á vettvang.
Lítil járnstykki hafa borizt
þannig mann frá manni innst
inn í frumskóga Suður-Ameríku.
Þegar starfsmenn hjá Verndar-
ráði Indíána, sem Brasilíustjórn
hefur sett á fót, náðu fyrst
sambandi við hina herskáu ætt-
flokka í Mið-Brasilíu, urðu þeir
undrandi að sjá Inlíánana nota
stálverkfæri, sem þeir höfðu
fengið í vöruskiptum eða sem
herfang. Á undanförnum fjór-
um öldum hafa árásir Indíána
á hvíta menn oft verið gerðar
í þeim eina tilgangi að komast
yfir járn. I opinberum skýrsl-
um um þessar árásir er þess
nálega alltaf getið, að Indíán-
arnir hafi tekið með sér alla
hluti úr járni, en skilið allt ann-
að eftir.
Frumstæður maður, sem
kynnist notagildi járnsins verð-
ur brátt þræll ástands, sem
hann getur ekki losnað undan:
þegar hann hefur einu sinni tek-
ið járn í sína þjónustu, getur
hann ekki horfið aftur til fyrri
steinaldartilveru sinnar. Marg-
ir ættflokkar hafa fórnað frelsi
sínu fyrir járnið — jafnvel til-
veru sinni.
Jesúítar náðu á friðsaman
^hátt undir sig þúsundum Indí-
"ána með því eina móti að not-
færa sér löngun þeirra í járn.
Loforð um, að ekki skyldi skorta
axir og hnífa, nægðu til að fá
þessa herskáu frumbyggja til að
játast undir stjórn „svartkufl-
anna“. Og margir ættflokkar
háðu grimmilegar styrjaldir
hvorir við aðra til þess eins að
ná í þræla sem þeir þurftu að
láta í skiptum fyrir áhöld úr
málmi. Jafnvel enn í dag not-
ar Verndarráðið í Brasilíu axir,
skæri og hnífa til að vinna hylli
herskárra ættflokka.
I skýrslu til Menningar- og
vísindastofnxmnár Sameinuðu-
þjóðanna um starfsemi Vernd-
arráðsins segir dr. Darcy
Ribeiro frá ýmsum áhrifamikl-
um atvikum, sem boða endalok
steinaldarinnar meðal frum-
skógabúanna í Brasilíu. Okkur
hættir til að gleyma því, að
steinöldin, sem hófst fyrir þús-
undum ára, hefur verið við lýði
allt fram á atómöld, og er nú
fyrst að hverfa.
Sumar þessar frásagnir gefa
manni nokkra hugmynd um,
hvernig forfeðrum okkar hlýtur
að hafa verið innanbrjósts þeg-
ar kaupmenn frá Austurlöndum
seldu þeim fyrstu málmaxirnar.
Hér fer á eftir frásögn, sem
Xokleng Indíánar í Suður-
Brasilíu sögðu einum starfs-
manni Verndarráðsins nokkrum
árum eftir að þeir höfðu verið
friðaðir:
Dag einn þegar nokkrir her-
menn ættflokksins voru á leið
gegnurn frumskóginn komu þeir