Úrval - 01.04.1956, Síða 46
44
TjTRVAL
á slóð, er var gjörólík þeim
slóðum, sem þeir voru vanir að
ryðja sér með erfiðismunum
með því að beygja og brjóta
greinar á leið sinni. Beggja
megin slóðarinnar lágu greinar
á jörðinni, sneiddar af með ein-
hverju óþekktu, hárbeitt verk-
færi. Indíánarnir störðu undr-
andi á þetta og ákváðu að rekja
slóðina.
Þegar þeir höfðu gengið spöl-
korn, rákust þeir á annað sem
vakti enn meiri furðu þeirra.
Stórt tré hafði verið höggvið
og var skurðflöturinn rennislétt-
ur. Þeir urðu nú bæði hræddir
og undrandi, en héldu þó áfram
að rekja slóðina. Brátt varð
annað dularfullt fyrirbrigði á
vegi þeirra: fótspor sem áreið-
anlega voru ekki eftir neitt dýr
sem þeir þekktu.
Komið var kvöld þegar þeir
nálguðust hljóðlega rjóðui' þar
sem hvítur ,,kofi“ stóð. Um-
hverfis ,,kofann“ voru undar-
legar mannverur, hvítar á hör-
und, ólíkar öllum mönnum sem
þeir höfðu séð. Indíánarnir,
sem voru af herskáum ættflokki,
ákváðu að gera árás í dögun,
en óþolinmæði þeirra og for-
vitni urðu þeirri ákvörðun yfir-
sterkari. Áður en dagur rann
höfðu þeir brytjað niður alla
hvítu mennina. Hófst nú áköf
leit í tjaldinu að skurðtækjun-
um, sem vakið höfðu aðdáun
þeirra. Þeir fundu axir og byrj-
uðu undir eins að reyna þær.
Morguninn eftir afklæddu þeir
líkin til þess að skoða þau nán-
ar og síðan brutu þeir höfuð-
kúpurnar til þess að koma í veg
fyrir að þessar hvítu mannver-
ur lifnuðu við á ný. Því næst
héldu þeir á brott og skildu allt
eftir í tjaldinu nema axir og
hnífa. Á leiðinni heim voru þeir
sífellt að reyna hin nýju tæki.
Þeir trúðu tæpast sínum eigin
augum: tækin skáru viðinn án
þess nokkuð þyrfti fyrir því að
hafa. Með þessi tæki í höndum
myndu þeir verða allsráðandi í
frumskóginum. Þegar hermenn-
irnir komu heim í þorp sitt,
sögðu þeir frá sigri sínum og
fundi. Aðrir hópar héldu af stað
til að rekja slóðina í von um
að finna fleiri hvítar mannver-
ur með svona galdratæki í fór-
um sínum.
En Indíánarnir, sem komust
yfir axirnar, áttu þær ekki lengi.
Aðrir ættflokkar sátu fyrir
þeim, rændu þá járnvopnum sín-
um og skildu þá eftir fallna
og særða.
Á næstu mánuðum og ár-
um voru fleiri hvítir menn
myrtir, en margir Indíánar féllu
einnig fyrir hinum litlu þrumu-
fleygum, sem hvítu mennirnir
beindu að þeim. En Indíánarnir
herjuðu ekki aðeins á hvíta
menn, græðgi þeirra í járn olli
sífelldum skærum milli ætt-
flokka.
Að lokum var svo komið, að
Indíánarnir sóttust ekki fyrst
og fremst eftir járni og stáli
vegna gagnsemi þess. Það varð