Úrval - 01.04.1956, Qupperneq 47
ÞEGAR STEINALDARMENN KYNNAST JÁRNINU
45
þeim sæmdar- og kappsmál.
Þegar Chikrin Indíánarnir voru
friðaðir, kváðust þeir fúsir til
að hlýða lögunum — ef þeir
fengju skæri í staðinn. Og þeir
hafa alla tíð heimtað meiri
skæri, unz nú er svo komið, að
þeir eiga fleiri skæri á hvern
íbúa en nokkur önnur þjóð í
heiminum!
Þjóð, sem er eð gtata fortíð sinni og tungu.
Grein úr ,,Cuadernos Americanos", Mexíkó,
eftir Panl Rivet.
íbúar Filippseyja eru Malajar. Magellan fann eyjarnar árið 1521,
en Spánverjar lögðu þær undir sig 1565. Lutu eyjaskeggjar spœnskri
stjórn í rösk 300 ár og gerðust kaþólskir og ttteinkuðu sér spœnska
menningu. I spánsk-ameríska stríðinu 1896 tóku Bandaríkin eyjarn-
ar og voru þœr bandarísk nýlenda fram yfir síðari heimsstyrjöld-
ina þegar þœr hlutu sjálfstœði. Allan þann tíma var amerískur
her á eyjunum, og er raunar enn. Greinarhöfundur, sem er fransk-
ur mannfrœðingur, og mikill aðdáandi spœnskrar menningar, lýsir
því hvernig amerísk menning hefur að heita má útrýmt spænskri
tungu og menningu á aðeins rúmri hálfri öld. með þeim afleiðingum,
að þjóðin virðist hafa glatað tengslum sínum við fortíðina.
■j^G ER nýkominn frá Filipps-
eyjum, þar sem ég sat vís-
indaráðstefnu. Ég fór til Man-
ila í þeirri trú, að finna þar
spænska menningu og spænskt
umhverfi, svipað því sem ég hef
kynnzt í öllum ríkjum Suður-
Ameríku.
Eftir að ég hafði komið mér
fyrir í flugvélinni, sem var eign
flugfélags á Filippseyjum, sá ég
fyrstu merki þess, sem síðar
átti eftir að koma æ greini-
legar í ljós: allar tilkynningar,
sem ætlaðar voru farþegum,
voru einungis á ensku. Sama
blasti við á flugvellinum og í
gistihúsinu. Enginn virtist
skilja spænsku. Ég segi „virt-
ist,“ því að eftir að ég hafði
látið í ljós undrun mína á þessu
við varaforseta ráðstefnunnar,
Valenzuela prófessor, brá svo
við, að allt starfsliðið í gisti-
húsinu talaði við mig spænsku,
sem var vafalaust að þakka á-