Úrval - 01.04.1956, Page 49
ÞJÖÐ, SEM ER AÐ GLATA FORTlÐ SXNNI OG TUNGU
47
Ekki hafa verið gerðar neinar
tilraunir til að vernda þessar
minjar um fortíðina. Eg átti
tal um þetta við ýmsa menn,
en enginn þeirra virtist skilja,
að nokkurs væri í misst þó að
þessar rústir fengju að grotna
niður. Þegar ég stakk upp á,
að þetta hverfi yrði gert að
einskonar sögulegu safni, ypptu
menn öxlum. Slík uppástunga
fann engan hljómgrunn.
Merkilegt var að kynnast því,
að enda þótt tengsl þjóðarinnar
við fortíðina hafi rofnað þannig,
hefur hún haldið tryggð við
kaþólska trú. í þeim kirkjum,
sem ég kom í, fann ég sama
trúaráhugann og í öllum hinxim
spænskumælandi ríkjum Suður-
Ameríku, sem ég hef heimsótt.
Einstaka aðalsfjölskyldur á
Filippseyjum hafa viðhaldið
spænskum siðum og tungu. En
sem heild ber Manila ekki svip
spænskrar nýlenduborgar frek-
ar en t. d. Mexíkó, Guatemala,
Bogotá, Quito eða Lima. Svip-
ur borgarlífsins og hrynjandi
þess er hvorutveggja amerískt.
Hið eina þjóðlega, sem stað-
izt hefur þessi áhrif, og það
sem ef til vill getur stuðlað að
endursköpun þjóðareinkenna, er
hið forna mál eyjaskeggja,
,,Tagalog“. Það hefur haldið
velli meðal innborinna manna;
það er talað í sveitum landsins
og jafnvel í Manila. Þau sveita-
þorp, sem ég heimsótti, höfðu
varðveitt hin indónesísku ein-
kenni, sem ég hafði nokkru áð-
ur kynnzt á Malakkaskaga, og
jafnvel benzínbrúsaþorpin um
hverfis Manila báru merki indó-
nesískrar menningar.
I Manila eru 10.000 jeppar,
sem breytt hefur verið í litla
strætisvagna. Þeir eru í förum
milli úthverfanna og miðhluta
borgarinnar og flytja 10 manns
hver, fyrir lágt gjald. Húsin á
þessum almenningsvögnum eru
skreytt marglitum myndum,
sem bera vott um upprunalegan
smekk og mikla litagleði. Hest-
vagnar eru að mestu horfnir úr
miðhluta borgarinnar. Aðeins í
umhverfi hennar og út um sveit-
ir getur enn að líta tvíhjóla
,,arabas,“ hina fögru spænsku
hestvagna.
Ég kom aftur heim úr ferð
minni vonsvikinn og uggandi.
Mig uggir, að um leið og
þessi merka eyþjóð tileinkaði
sér að því er virðist árekstra-
laust tungu og menningu fram-
andi þjóðar, hafi hún glatað
sál sinni.
Skólinn og lífið.
Drengurinn kom heim með prófskírteinið sitt. Pabbi hans
horfði lengi hugsandi á sklrteinið og sagði svo við son sinn:
„Jóhannes, ég sé að þú hefur orðið efstur á prófinu og það
er mér að sjálfsögðu mikið gleðiefni. En gleymdu ekki, sonur
sæll, að koma þér vel við skussana — það eru þeir, sem þú
munt þurfa að leita til í framtíðinni þegar þú ferð að leita
þér að atvinnu!" — Allt.