Úrval - 01.04.1956, Qupperneq 50
Að byrja nýtt líf.
Grein úr ,,Vi“,
eftir Elly Jannes.
Eftirfarandi (jrein er að nokkru leyti samtal við fyrrverandi
landlœkni í Svíþjóð ocj konu hans. Fyrir fjórum árum hœtti land-
lœknirinn störfum fyrir aldurssakir. En liann settist ekki i helgan
stein, heldur gekk i þjónustu Indlandsstjórnar. 1 samtdlinu fléttast
á skemmtilegan hátt saman margvíslegur fróðleikur um siði og
hcetti á Indlandi og lýsing á því hvernig þau hjónin ganga % endur-
nýjungu lifdaganna við það að fœrast í fang ný verkefni á. þeim
aldri þegar hcefilegt rr talið að starfsrevinvi Ijvki.
AÐ ER MIKIÐ talað um
ellina og vandamál hennar.
Um menn sem glata lífslöng-
uninni þegar þeir hætta að
vinna fyrir aldurssakir, um tóm-
leikann sem verður í lífi kon-
unnar þegar börnin eru flogin
úr hreiðrinu og hafa sjálf stofn-
að heimili.
Axel Höjer, fyrrverandi land-
læknir í Svíþjóð, og kona hans,
Signe, hafa ekki áhyggjur af
slíku. Höjer hætti störfum
vegna aldurs fyrir fjórum ár-
um og gekk þá í þjónustu Ind-
landsstjórnar. Dvöldu þau hjón-
in tvö ár í Travancore, þar sem
hann kom á fót læknaháskóla
í höfuðborginni, Trivandrum,
en hún gekkst fyrir stofnun
barnaverndarráðs, stofnaði
fóstruskóla og barnaheimili,
vann að fræðslu um takmörk-
un barneigna o. s. frv. Heim-
komin eftir tveggja ára dvöl
skrifaði hún heillandi bok:
Travancore, valsignat land.
Og nú eru þau hjónin að taka
saman föggur sínar og fara í
nýja Indlandsferð. I þetta sinn
er ferðinni heitið til Assam,
nyrzt á Indlandi, við landamæri
Kína, Tíbet, Burma og Pakist-
an, þar sem bíður Höjer svip-
að verkefni og í Travancore.
En mitt í önnum við undir-
búning ferðarinnar gefa þau
sér tíma til að setjast við kaffi-
bolla og segja frá ýmsu í þessu
landi, sem þau hafa tekið ást-
fóstri við.
Travancore er eitt af þétt-
býlustu, og þá um leið fátæk-
ustu, fylkjum Indlands. Þó er
lestrarkunnátta almennari og
þátttaka í kosningum meiri þar
en annarsstaðar á Indlandi,
enda er menningin þar á háu