Úrval - 01.04.1956, Side 52
50
ÚRVAL
í miðjum bæ þar sem stétt sorp-
hreinsunarmanna, lægsta stétt
landsins, bjó. I garði þeirra
hjóna var stöðugt fjöldi nauð-
leitarmanna, sjúkir og á annan
hátt bágstaddir. Frú Signe
skrifaði til Svíþjóðar og fékk
peninga hjá félagsskapnum
„Bjargið börnunum11 og ýmsum
kvenfélögum og stofnaði barna-
heimili fyrir smábörn, knatt-
spyrnufélag fyrir stóra drengi
og annað félag fyrir stórar telp-
ur. Það var eina lausnin, segir
hún, annars hefðu stóru börn-
in flykkzt á barnaheimilið.
Á þessurn tveim árum fjölg-
aði stúdentum við læknaskól-
ann úr 60 í 300. 1 kennslunni
lagði Höjer mesta áherzlu á
heilsuvernd og hina félagslegu
hlið læknisfræðinnar. f Travan-
core er aðeins einn læknir á
hverja 12000 íbúa. Þeir eru
næstum allir í borgunum og
stunda sjálfstæðar lækningar,
sem hefur í för með sér, að
allur fjöldinn, þeir sem búa í
sveitunum og þeir sem eru fá-
tækir, getur ekki leitað til
þeirra en fer í staðinn til alls-
konar skottulækna. En það
sem leggja þarf mesta áherzlu
á er sjúkdómsvarnir, segir Höj-
er, að berjast gegn hinum miklu
fólksjúkdómum, malaríu, berkl-
um, holdsveiki, kóleru, tauga-
veiki og fílaveiki. Á flestum
þessum sjúkdómum er nú hægt
að sigrast, ef nægilegt fé er
fyrir hendi og menntað starfs-
lið. Holdsveiki er nú orðið hægt
að lækna, jafnvel á háu stigi,
en þó auðveldlegast hjá börn-
um áður en greina má hjá þeim
sjúkdómseinkenni. Aðferð hefur
fundizt til að rannsaka börn,
sem lifa innan um holdsveikt
fólk, og ganga úr skugga um
hvort þau hafi tekið veikina.
Má á skömmum tíma lækna
slík börn með salicylsýrulyfi.
Þetta er nýjung, sem felur
í sér mikil fyrirheit, segir Axel
Höjer. Sem stendur eru um sjö
milíjónir holdsveikra manna í.
heiminum. Á Indlandi hálf önn-
ur milljón, sem vitað er um.
Indlandsstjórn er stórhuga í
fyrirætlunum sínum í heilbrigð-
ismálum þjóðarinnar. En það
á að sjálfsögðu alllangt í land,
að verulegur árangur sjáist.
Það verður þó ekki læknisfræð-
in, sem mestu mun ráða um
heilsufar indversku þjóðarinnar
í framtíðinni, hversu nauðsyn-
leg sem hún er, heldur bætt
lífskjör fólksins.
Það sem mér þótti mest um
vert þarna eystra var að kynn-
ast því hvernig austrið og vestr-
ið blandast, en sú blöndun mun
í framtíðinni ráða miklu um
menningu heimsins. Það var
skemmtilegt að kynnast því hve
Indverjar láta sér annt um
menninguna. Þeir eru reiðubún-
ir að tileinka sér nýjungar, en
vilja þó halda þjóðlegum sér-
kennum sínum. I ár hefur Nehru
fengið Þjóðþingsflokkinn,
stjórnarflokkinn, inn á hina
sósíalistisku línu sína. f henni