Úrval - 01.04.1956, Blaðsíða 53

Úrval - 01.04.1956, Blaðsíða 53
AÐ BYRJA NÝTT LlF 51 felst áætlun um skiptingu jarða og þjóðnýting alls þungaiðnað- ar. Áður höfðu flugsamgöngur, járnbrautir, póstur og sími ver- ið þjóðnýtt óg nokkur hluti stáliðnaðarins. En neyzluvöru- iðnaðurinn verður ekki þjóð- nýttur, heldur eru uppi áætl- anir um að reka hann með sam- vinnusniði, stofna svoköiluð bæjarsamvinnufélög. íbúar hvers bæjar verða þá allir tald- ir meðlimir samvinnufélags. Verkaskipting milli bæja er fyrirhuguð; í einum bæ verður lögð áherzla á framleiðslu fatn- aðar, í öðrum á framleiðslu mat- væla, þeim þriðja á framleiðslu byggingarefnis o. s. frv. I ann- arri fimm ára áætluninni er gert ráð fyrir stofnun sérskóla til að mennta væntanlega forustu- menn slíkra samvinnufélaga. Að því er stefnt að forðast stór- iðnað, sennilega mest af fjár- hagsástæðum. Það hefur verið reiknað út, að kosta muni um 12000 rúpíur að koma aðkomu- manni utan af landsbyggðinni fyrir í stóriðnaði í stórborgum landsins, en aðeins nokkur hundruð rúpíur að setja hann til starfa í iðnaði í heimabæ hans. Jafnframt er á þennan hátt sneytt hjá því að í stórborgun- um myndist ný öreigastétt í viðbót við alla þá öreiga, sem þar eru fyrir, fólkið kemst hjá því að rífa sig upp með rótum og glata tengslum við f jölskyldu sína og siði og hætti sveitar sinnar. Og ætla má, að sam- vinnufyrirkomulagið sé þessu fólki nærtækt félagsform; það er alið upp í stórum fjölskyld- um þar sem öllu er skipt jafnt og einkaeign þekkist ekki. . Kynni mín af Inaverjum, seg- ir Axel Höjer, urðu til þess að opna augu mín fyrir því hve lífsskoðanir vorar samrýmast illa vísindum vorum og nútíma lifnaðarháttum. Á Indlandi gegnsýra trúarbrögðin lífshætti fólksins, og fólkið hefur breytt hugmyndaheimi sínum og guð- um jafnhliða því sem lífshættir þess hafa breytzt. Hjá oss er trúin sérmál, sem ekki er bland- að saman við lífið. Það sem vér þörfnumst nú er einn guð fyrir allt mannkynið, guð sem kenn- ir oss að lifa í sátt og friði við þá sem hugsa öðruvísi en við. Ef til vill getum vér í þessu efni lært eitthvað af Indverjum. Það sem mér fannst mest til um, sagði Signe Höjer, var hin daglega morgunbæn kringum fjölskyldualtarið þar sem logaði á olíulampa með blómsveigum allt í kring. Hvílíkur munur að byrja þannig daginn eða á því að lesa um glæpi og slys í morg- unblöðunum! Og markmið manna voru ekki hin sömu í Travancore og hér. Hér snýst allt um eftirsókn eftir hlutum: sjónvarpstækjum, fínum mubl- um, skrautmunum. Þarna eystra heyrði ég konur oft segja: „Þetta þarf ég ekki. Eg get komizt af án þess. Við getum fengið það að láni hver hjá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.