Úrval - 01.04.1956, Page 56
Ymis fróðleikur um rannsóknir
og vísindi —
/>
/ stuttu máli.
Úr „Magasinet".
Sjálfstæði — og ósjálfstæði
í skoðunnm.
Flestir menn hafa svo mikið
sjálfstraust, að þeir telja sig
geta treyst eigin dómgreind.
Þegar menn hafa tækifæri til
að sjá hlutina með eigin augum,
„láta þeir ekki aðra telja sér
trú um neitt“! I þessu sjálfs-
trausti er nú samt fólgin nokk-
ur sjálfsblekking. I reynd er
það mjög erfitt að losa sig und-
an áhrifum umhverfisins í mati
sínu og dómum, þótt menn séu
að vísu misjafnlega áhrifa-
gjarnir.
Þessa tilhneigingu getum við
raunar hæglega fundið hjá sjálf-
um okkur, ef við hugleiðum t.
d. hvernig við bregðumst við
nýrri kventízku. í fyrstu finnst
okkur ef til vill, að ný kjóla-
tízka sé undarleg og nánast ljót.
En tízkan sigrar og áður en
langt um líður finnst okkur, að
hún sé nú eiginlega bara
,,smart“. Þó að vaninn hafi sín
áhrif, ræður áhrifavald eða sef j-
un umhverfisins mestu.
Sálfræðiprófessor við Harvard
háskólann, Asch að nafni, hef-
ur með mjög einföldum tilraun-
um sýnt fram á hve geysisterk
þessi sefjun, þessi áhrif frá
þeim sem við umgöngumst, hef-
ur ekki aðeins á mat okkar á
hlutunum, heldur einnig hvernig
við skynjum þá.
Prófessorinn lagði úrlausnar-
efni fyrir hóp stúdenta. Úr-
lausnarefnin voru svo einföld,
að allir stúdentarnir áttu hæg-
lega að geta svarað þeim. Þeim
voru t. d. sýnd tvö kort: á öðru
var ein lóðrétt lína, en á hinu
þrjár lóðréttar línur; miðlínan
á síðara kortinu var jafnlöng
og línan á fyrra kortinu, en hin-
ar tvær bersýnilega snöggt um
styttri. Stúdentarnir áttu nú að
segja, hvaða iína á síðara kort-
inu væri jafnlöng línunni á fyrra
kortinu. En svo var í pottinn
búið, að öllum stúdentunum
nema einum í hverjum hópi var
uppálagt að svara vitlaust,
benda á aðra styttri línuna, all-
ir þá sömu.
Mörg úrlausnarefni af svip-
uðu tagi voru lögð fyrir stúdent-
ana, og niðustöðurnar urðu
næsta óvæntar. Af 18 úrlausnar-
efnum, sem öll voru auðleyst
hverju meðalbarni, svöruðu
flestir stúdentarnir, sem próf-
aðir voru, 12 vitlaust! Áhrifin