Úrval - 01.04.1956, Síða 58

Úrval - 01.04.1956, Síða 58
56 ÚRVAL skeikula ratvísi hefur lengi ver- ið rannsóknarefni, einkum í Ameríku, þar sem laxveiðar eru stórfelld atvinnugrein. Chinook- laxinn, eða kóngalaxinn, sem verður allt að 100 pund á þyngd, veiðist fyrir milljónir dollara á ári. Brýna nauðsyn ber til að kynnast sem bezt göngum lax- ins, því að raforkuver rísa nú upp við hvert fljótið á fætur öðru og loka leiðum fyrir lax- inum, og þó að gerðir hafi verið laxastigar til að greiða fyrir ferðum hans, ferst hann unn- vörpum á leið sinni upp og nið- ur fljótin. Því hefur sú spurning vaknað, hvort ekki sé unnt að beina laxinum upp í litlar þver- ár þangað sem hann ætti örugga leið. Þrír kanadískir fiskifræðing- ar, Pritchard, Clemens og Foer- ster, hófu víðtækar tilraunir í Frazerfljóti, til þess að fá ó- yggjandi úr því skorið, að lax- inn leitaði á fæðingarslóðir sín- ar. Þeir merktu um hálfa mill- jón smálaxa, sem voru á leið til sjávar, og veiddust 1100 þeirra síðar í Frazerfljóti á leið upp. Enginn hinna merktu laxa veiddist í annarri á. Sami árang- ur hefur fengizt af tilraunum í evrópskum ám, svo að ekki er nú lengur neinum vafa bund- ið, að laxinn leitar alltaf til fæð- ingarstöðvanna. Næst lá fyrir að svara þeirri spurningu, hvernig laxinn fer að því að þekkja fæðingarfljót sitt og rata að mynni þess um vegleysur hafsins. Fyrri athug- anir virtust benda til, að kyn- þroskanum og æxlunarþörfinni séu samfara breytingar í efna- skipti fisksins, sem rekur hann af stað til að leita að vatni, sem hefur sama sýrustig og sjórinn úti fyrir árósunum. Þannig kemst laxinn inn að ströndinni þar sem árnar renna til sævar og finnur þar fyrr eða síðar fljótið sitt. En hvernig fer hann að þekkja það? Sú gáta virðist nú loks leyst. I rannsóknarstöðinni við Wis- consinvatn hafa amerískir fiski- fræðingar gert tilraunir með laxa, og hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að það sé þefvísi laxins, sem hjálpi honum til að þekkja vatnið úr fæðingará sinni. Það er vitað, að lykt af vatni er misjöfn og fer hún eftir þeim gróðri, sem í því er. Jafnóþef- næmt dýr og maðurinn finnur, að það er önnur lykt af sjó en fersku vatni. Þefnæmi fiskanna hlýtur að vera þeim mikils virði. I gruggugu vatni verður fiskur- inn að treysta á þefnæmi sitt þegar hann leitar sér að æti, og einnig til að forðast hættur. I rannsóknarstöðinni við Wis- consinvatn var fyrst rannsakað hvort fiskarnir láti raunveru- lega stjórnast af þefnæmi sínu. Fiskarnir, einkum laxar, voru hafðir í fiskakerum, en úr þeim gátu þeir synt um ýmsa farvegi og var vatnið í þessum farveg- um mengað lykt af ýmiskonar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.