Úrval - 01.04.1956, Qupperneq 59
í STUTTU MÁLI
5 T
gróðri. Ef laxinn leitaði upp
einn farveginn, varð hann fyrir
raflosti, en færi hann upp ann-
an, hlaut hann æti að launum.
Það kom brátt í ljós, að lax-
arnir þekktu lyktina í hvorum
farveginum fyrir sig; það var
alltaf hægt að fæla þá burt
með lyktinni úr fyrri farveg-
inum og hæna þá að með lyktinni
úr hinum síðari. Næst lá fyrir
að rannsaka hvort lyktin af
vatninu gæti vísað laxinum á
heimafljót sitt. Tilraunir sýndu
brátt, að laxarnir gátu fundið
þá lykt, sem þeir höfðu verið
vandir við, jafnvel ótrúlega mik-
ið útþynnta.
Þessu næst var haldið til Is-
saquah-árinnar í Washington-
fylki og veitt í einni þverá henn-
ar allmikið af kynþroska silfur-
laxi, sem var á leið upp til
hrygningarstöðvanna. Þessum
fiskum var skipt í tvo hópa, og
var bómull troðið í nasaholurnar
á öðrum hópnum; síðan var báð-
um hópunum sleppt nokkru fyr-
ir neðan mynni þverárinnar þar
sem þeir höfðu verið veiddir.
Bómullin í nasaholunum byrgði
fiskunum alla lykt, en sakaði
þá ekki að öðru leyti, því að
þeir anda með tálknunum en
ekki nasaholunum. Það kom í
ljós, að fiskarnir, sem höfðu
ekki fengið bómull í nasaholurn-
ar, veiddust aftur í sömu þver-
ánni og þeir höfðu verið teknir
í og hvergi annars staðar. En
hinir urðu bersýnilega villtir, því
að þeir veiddust víða í ánni og'
ýmsum þverám hennar.
Þar með var fengin vissa fyr-
ir því, að það er lyktin úr fæð-
ingaránni, sem vísar laxinum til
hrygningarstöðvanna. En hvern-
ig getur laxinn munað þessa
lykt árum saman? Svo virðist,
sem endurminningin um fyrstu
lyktina, sem laxinn kynnist, sé:
varanlegust. í tilraunastöðinni
kom í ljós, að ungir laxar mundu
lengur lykt, sem þeir höfðu ver-
ið vandir á, en gamlir laxar.
Nýklakin seiði voru tekin úr
Horsefly-fljóti í Brezku Kolum-
bíu og alin í klakstöð þangað
til þau voru orðin að velþrosk-
uðum smálaxi, en þá var þeim
sleppt í þverá, þar sem þeir
höfðust við um nokkurt skeið
áður en þeir héldu til hafs. Þrem
árum síðar veiddust nokkrir
þeirra á fæðingarstöðvum sínum
í Horsefly-fljóti. Endurminning-
in um lyktina frá fyrstu dögum
ævinnar var þannig sterkust.
Þannig hafa vísindamenn þá
uppgötvað hinn mikla leyndar-
dóm um ratvísi laxins. En eitt
hagnýtt verkefni er óleyst: að
finna lyktarefni, sem hægt er
að venja laxaseyðin við, t. d.
í klakstöðvum, og síðan er hægt
að nota til að leiða laxinn fram-
hjá hinum hættulegu stíflum og
túrbínum orkuveranna, alla leið
til hrygningarstöðvanna. Til-
raunir í þessa átt eru hafnar,
en ekki er að vænta árangurs
fyrr en eftir nokkur ár.