Úrval - 01.04.1956, Qupperneq 60
58
ÚRVAL
„Takmörkun fæðinga“ hjá
eyðimerkurplöntum.
Allt frá dögum Darwins hef-
ur „baráttan fyrir tilverunni“
verið talin sú meginregia, sem
stjórnar vexti og viðgangi teg-
undanna, og sú eina náttúrlega.
Aftur á móti er annar hemill á
,,þéttbýli“, sem nefnist tak-
mörkun fæðinga, mjög umdeild
regla, sem kunnugt er, þegar
um mannfólkið er að ræða, því
að margir telja slíkt „á móti
náttúrunni“ og þá um leið „á
móti guðs vilja“. Harðar deilur
era enn uppi um þetta meðal
-presta og félagsfræðinga, eink-
um í kaþólskum löndum. Svo
virðist nú sem jafnólíklegir
menn og grasafræðingar geti
lagt orð í belg í þessu máli. Þeir
hafa sem sé uppgötvað, að plönt-
ur, sem búa við erfið lífsskilyrði
nota í baráttu sinni fyrir tilver-
unni „þaulhugsaðar“ aðferðir
til takmörkunar á fæðingum.
Þessi uppgötvun er árangur
margra ára rannsókna, sem
grasafræðideild Tæknistofnunar
Kaliforníu hefur haft með hönd-
um á þurrasta eyðimerkursvæði
Kaliforníu, í Dauðadalnum svo-
nefnda. I Dauðadalnum er úr-
koman aðeins 33 mm á ári að
meðaltali. Stundum geta liðið
mörg ár án þess að dropi komi
úr lofti. Eigi að síður vaxa jurt-
ir í hinum þurra eyðimerkur-
sandi. Þó að mest af gróðrinum
visni og deyi þegar ekkert rign-
ir árum saman, tóra nógu
margar plöntur til þess að sand-
urinn geti á skömmum tíma
orðið þakinn gróðri ef ærleg
skúr kemur úr lofti.
Ein þessara harðgerðu jurta
er mesquiterunninn með safa-
miklum grænum blöðum. Hann
þarf talsvert mikið vatn. Fyrir
þeim þörfum sínum hefur hann
séð með því að teygja rætur
sínar alla leið niður í grunnvatn
jarðar. En til þess þurfa þær að
vera allt að 30 metra langar.
Mesquiterunninn er eina plant-
an í heiminum, sem frá lítilli
spíru getur sent rætur 10—30
metra niður í jörðina áður en
blöð og stönglar ná að þroskast
nokkuð að ráði; hvaðan plant-
an fær vaxtarorku og næringu
til þess er enn hulin gáta.
Kreósótrunninn hefur næst-
um jafnviðamikið rótarkerfi, en
ræturnar eru ekki eins djúp-
sæknar, greinast meira út til
hliðanna. Kreósótrunnarnir
standa með svo jöfnu millibili,
að engu er líkara en garðyrkju-
maður hafi sett þá niður. Ástæð-
an til þess er sú, að ræturnar
gefa frá sér einskonar eitur,
sem varnar því, að aðrir kreó-
sótrunnar geti fest rætur nálægt
þeim. Því meiri sem úrkoman
er, því rneir skolast burt af
þessu eitri, og þá ná ungir kreó-
sótrunnar að festa rætur þeim
mun þéttar. Er hér vissulega
um óskeikula aðferð að ræða
til að hafa hemil á þéttleik
gróðursins í samræmi við lífs-
skilyrðin á hverjum tíma.
Aðrar plöntur takmarka fæð-