Úrval - 01.04.1956, Page 64

Úrval - 01.04.1956, Page 64
62 ÚRVAL hefur það áhrif á heiladingul kanínunnar, en hann er kirtill, sem stjórnar hormónafram- leiðslunni í líkamanum einkum þó framleiðslu kynhormóna. Þannig kom dr. Pincus því til ieiðar með rafstraum, að eggin í legi og eggjakerfi kanínunnar urðu fyrir sterkum hormón- áhrifum, sem ollu því að þau tóku að skipta sér. Skiptingin hélt áfram og fóstrin broskuð- ust á eðlilegan hátt unz að því kom að kanínan ól réttskapaða lifandi unga, sem áttu raf straum fyrir föður. Frá því var skýrt í vísindatímaritinu Science, að á þennan hátt hefði tekizt að „geta“ kanínuunga hvað eftir annað. Skömmu fyrir heimsstyrjöld- ina síðari tók annar amerískur vísindamaður, dr. Staniey P. Reimann, sem starfaði við rann- sóknarstofnun í Philadelphia, upp þráðinn að nýju. Hann var þó enn djarfari í tilraunum sín- um. Dr. Reimann sýndi nokkr- um helztu læknum og líffræð- ingum Bandaríkjanna tilraun sína í smásjá, sem sett var í samband við skuggamyndavél. Á hvítu lérefti á veggnum sáu vísindamennirnir móta fyrir á- völum útlínum lifandi konueggs. Eggið var í tæru blóðvatni þar sem það gat lifað. í blóð- vatnið var síðan látinn lítill dropi af edikssýru og eggið var stungið með platínunál, sem var svo fín, að hún sást ekki nema í smásjá. Andartaki síðar sáu mannsaugu í fyrsta skipti konu- egg skipta sér í tvær frumur. Þetta upphaf nýs lífs sást á lér- eftinu. Það var heillandi, furðu- leg, næstum óhugnanleg sýn. Þessar tilraunir hafa sannað, að hægt er að koma af stað skiptingu konueggs á sama hátt og kanínueggs. Fræðilega liggur málið því Ijóst fyrir: meyfæð- ing hjá konum er möguleg, líf- fræðilega séð. Það liggur í hlutarins eðli, að eingetið afkvæmi konu getur aldrei orðið annað en kona. Karlkyn afkvæmis ákvarðast af erfðastofni í hinum svonefnda Y-litning í sæðisfrumunni og getur þannig aðeins orðið til við samruna eggfrumu og sæðis- frumu. IJt af ófrjóvguðu eggi geta því aðeins komið kvendýr. I þessu má raunar sjá tilgang- inn með tilkomu karlkynsins. Þó að kvendýrin geti tímgazt sjálf- krafa, hafa karldýrin þýðingar- miklu líffræðilegu hlutverki að gegna. Þau flytja erfðaeigin- leika milli kvendýranna og blanda þeim á ýmsa vegu og koma þannig í veg fyrir úrkynj- un tegundarinnar og varðveita hin sameiginlegu einkenni henn- ar. Ef kvendýrin tímguðust að- eins við meyfæðingu, myndu með tímanum myndast margir kvenstofnar, sem við stökk- breytingar í erfðastofnum myndu f jarlægjast æ meir hver annan og að lokum úrkynjast og deyja út.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.