Úrval - 01.04.1956, Page 64
62
ÚRVAL
hefur það áhrif á heiladingul
kanínunnar, en hann er kirtill,
sem stjórnar hormónafram-
leiðslunni í líkamanum einkum
þó framleiðslu kynhormóna.
Þannig kom dr. Pincus því til
ieiðar með rafstraum, að eggin
í legi og eggjakerfi kanínunnar
urðu fyrir sterkum hormón-
áhrifum, sem ollu því að þau
tóku að skipta sér. Skiptingin
hélt áfram og fóstrin broskuð-
ust á eðlilegan hátt unz að því
kom að kanínan ól réttskapaða
lifandi unga, sem áttu raf straum
fyrir föður. Frá því var skýrt
í vísindatímaritinu Science, að á
þennan hátt hefði tekizt að
„geta“ kanínuunga hvað eftir
annað.
Skömmu fyrir heimsstyrjöld-
ina síðari tók annar amerískur
vísindamaður, dr. Staniey P.
Reimann, sem starfaði við rann-
sóknarstofnun í Philadelphia,
upp þráðinn að nýju. Hann var
þó enn djarfari í tilraunum sín-
um. Dr. Reimann sýndi nokkr-
um helztu læknum og líffræð-
ingum Bandaríkjanna tilraun
sína í smásjá, sem sett var í
samband við skuggamyndavél.
Á hvítu lérefti á veggnum sáu
vísindamennirnir móta fyrir á-
völum útlínum lifandi konueggs.
Eggið var í tæru blóðvatni
þar sem það gat lifað. í blóð-
vatnið var síðan látinn lítill
dropi af edikssýru og eggið var
stungið með platínunál, sem var
svo fín, að hún sást ekki nema
í smásjá. Andartaki síðar sáu
mannsaugu í fyrsta skipti konu-
egg skipta sér í tvær frumur.
Þetta upphaf nýs lífs sást á lér-
eftinu. Það var heillandi, furðu-
leg, næstum óhugnanleg sýn.
Þessar tilraunir hafa sannað,
að hægt er að koma af stað
skiptingu konueggs á sama hátt
og kanínueggs. Fræðilega liggur
málið því Ijóst fyrir: meyfæð-
ing hjá konum er möguleg, líf-
fræðilega séð.
Það liggur í hlutarins eðli,
að eingetið afkvæmi konu getur
aldrei orðið annað en kona.
Karlkyn afkvæmis ákvarðast af
erfðastofni í hinum svonefnda
Y-litning í sæðisfrumunni og
getur þannig aðeins orðið til
við samruna eggfrumu og sæðis-
frumu. IJt af ófrjóvguðu eggi
geta því aðeins komið kvendýr.
I þessu má raunar sjá tilgang-
inn með tilkomu karlkynsins. Þó
að kvendýrin geti tímgazt sjálf-
krafa, hafa karldýrin þýðingar-
miklu líffræðilegu hlutverki að
gegna. Þau flytja erfðaeigin-
leika milli kvendýranna og
blanda þeim á ýmsa vegu og
koma þannig í veg fyrir úrkynj-
un tegundarinnar og varðveita
hin sameiginlegu einkenni henn-
ar. Ef kvendýrin tímguðust að-
eins við meyfæðingu, myndu
með tímanum myndast margir
kvenstofnar, sem við stökk-
breytingar í erfðastofnum
myndu f jarlægjast æ meir hver
annan og að lokum úrkynjast og
deyja út.