Úrval - 01.04.1956, Blaðsíða 65
Flestir eru svo lánsamir að hafa alilrei
kynnzt J>eim kvölum, sem fylgja miklum
þorsta. Greinarhöfundur ráðleggur les-
entlum, að hafa vatnsglas við liöndina!
ÞORSTI.
Grein úr „Scientific American“,
eftir A. V. Wolf.
Þorsti minn varð hæsta tréð
í skógi þjáninganna.
— Richard Evelyn Bird.
MARGAR sögur eru til um
það, hvernig þorstinn get-
ur kvalið særða hermenn. Ef
vökvun er takmörkuð við særð-
an hermann af læknisfræðileg-
um ástæðum, sýnir hann „furðu-
lega slægð í því að fá vorkunn-
sama herbergisfélaga eða hjúkr-
unarmann til að gefa sér eitt-
hvað til að dreypa á eða ísmola“.
Hann „slokar með áfergju úr
blómavösum, jafnvel þvagglös-
um“. Hegðun sjúklinga með sér_
staka tegund sykursýki (diabet-
es insipidus), sem er tiltölulega
sjaldgæf, getur verið furðuleg.
Hér fer á eftir frásögn af slík-
um sjúklingi eftir Thomas At-
kinson í læknablaði árið 1856:
„Enda þótt hann væri reglu-
maður, drakk hann meira en
nokkur annar maður, sem ég
hef þekkt; hann þurfti 25 til 30
lítra af vatni á nóttu, til þess
að honum liði þolanlega, en dag-
skammtur hans af þessu sann-
kallaða „aqua vitae“ var hvorki
meiri né minni en 50 til 60 lítr-
ar. Hann setti alltaf stórt vatns-
ker við rúmið sitt á kvöldin;
stundum hrökk það ekki til og
varð hann þá að flýta sér út
að brunninum til að svala þján-
ingarfullum þorsta sínum. Oft
rak hann svínin úr forarvilp-
unum á veginum og slökkti
þorsta sinn í hálfþykkri leðj-
unni.“
Við vitum, að þorsti er venju-
lega settur í samband við
þurrkun líkamans. Það er til
tvennskonar þurrkun: „alger“
þurrkun er einfaldlega í því
fólgin, að líkaminn missir svo
mikið vatn, að eftir verður
minna en hann þarfnast. Sá
sem leikur tennis í sólskini og
hita, verður fyrir algerri þurrk-
un og þá um leið þyrstur. En
það er líka til annarskonar
þurrkun, sem getur gert vart
við sig þó að meira vatn sé í
líkamanum en eðlilegt er. Það
gerist þegar maður borðar mikið
af söltum mat, sem veldur