Úrval - 01.04.1956, Qupperneq 67

Úrval - 01.04.1956, Qupperneq 67
ÞORSTI 65 stunið og öskrað hásum rómi; hann getur tekið upp á að sjúga blóð sitt („Ég beit í handlegg- inn á mér og saug blóð“) eða jafnvel drekka þvag sitt. Á síð- asta stiginr (yfir 20%) spring- ur hörundið; blóðugur sviti vætl- ar úr hörundi hans, blóðug tár renna úr augum hans; hann verður „skynlaus vél“, engist sundur og saman og rótar í sandinum; ekkert vatn getur bjargað honum, eftir að hann er kominn á þetta stig. Þegar lofthitinn er hærri en hörundshitinn, getur maðurinn haldið eðlilegum líkamshita ein- ungis með því móti að svitna. Til þess að losna við 1000 hita- einingar (kílógramkaloríur) þarf hann að svitna sem nem- ur tveim lítrum af vatni. Af þessu er augljóst, að ekki er hægt að þjálfa sig upp í að kom- ast af með lítið vatn, og að ströng skömmtun á takmörkuð- um vatnsbirgðum er tilgangs- laus. Það er gömul trú, studd af flestum lífeðlisfræðingum, að mjög varhugavert sé að drekka sjó. 1 sjóferðasögum er aragrúi af frásögnum af hörmulegum afleiðingum þess að menn drukku sjó: uppsala, niður- gangur og óbærilegur þorsti og jafnvel brjálsemi. 1 fyrirmælum flotastjórnar Bandaríkjanna til sjómanna segir: „Drekkið aldrei sjó!“ Lífeðlisfræðingar benda á þá staðreynd, að flest spendýr, þar á meðal maðurinn, geti ekki losnað við í þvagi sínu meira en 2% af salti. 1 úthafssjó eru um 3,5% af salti. Ef maður drykki 100 rúmsentimetra af sjó, yrði hann að kasta af sér 175 rúmsentímetrum af þvagi til þess að losna við saltið úr þeim sjó. Rök líffræðinga eru jafnvel enn einfaldari. Selir og önnur spendýr sem í sjó lifa, drekka ekki sjó; þessvegna er ekki ráð- legt fyrir menn að drekka sjó. Ekki þýðir að benda á að fisk- ar drekki sjó, því að tálkn þeirra eru þannig gerð, að þau geta losað þá við mikið salt; ekki þýðir heldur að benda á poka- rottuna; hún gæti að vísu þolað að drekka sjó, en einungis vegna þess, að nýrun í henni geta skil- ið frá sér miklu saltara þvag en nýrun í manninum. Skipbrotsmaður, sem æti hrá- an fisk, eins og selurinn til þess að fullnægja vatnsþörf sinni, mundi lenda í öðrum vanda. ITann verður að losa sig við tals- vert af köfnunarefnissambönd- um úr fiskinum, og það getur hann aðeins með því að kasta af sér tiltölulega miklu þvagi. Þannig eykur hrár fiskur vatns- þörf hans. Selurinn getur étið fisk án þess að drekka, m. a. af því að hann getur losað sig við meiri köfnunarefnissambönd í þvaginu en maðurinn, auk þess sem hann svitnar ekki. Fyrir nokkru.m árum bjóst franskur læknir, Alain Bom-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.