Úrval - 01.04.1956, Síða 71

Úrval - 01.04.1956, Síða 71
IÐNBYLTINGIN SÍÐARI 69 stríðsáranna, þegar starf mannsins var leyst upp í vél- ræn handtök og maðurinn gerð- ur að þræl vélarinnar. Þróun- inni er þá fyrst lokið, þegar maðurinn er aftur orðinn herra vélarinnar. Þessar nýju umbyltingar má fyrst og fremst rekja til rann- sókna á leyndardómum frum- eindarinnar, sem ekki færði oss aðeins kjarnorkusprengjuna, heldur veitti oss einnig innsýn í hreyfingu rafeindanna og vald yfir þeim. Lokaárangurinn birt- ist í hinum miklu rafeindareikni- vélum, sem stundum eru nefnd- ar rafeindaheilar. Þær leysa á augabragði flóknustu reiknings- þrautir, sem taka myndu reynda stærðfræðinga ár að leysa. Vélar þessar, sem nær ein- göngu eru framleiddar í Banda- ríkjunum, kosta milljónir doll- ara og eru ekki seldar, aðeins leigðar og þá að sjálfsögðu gegn hárri leigu. En slík vél leysir líka af hendi starf, sem ella þyrfti hundruð skrifstofumanna til að vinna. Ekki þarf annað en stinga inn í hana því verk- efni, sem hún á að leysa, það heyrist í henni leyndardómsfullt suð eða mal, og eftir nokkrar mínútur spýtir hún úr sér svar- inu á pappírsræmu. Allt veltur að sjálfsögðu á því, að verk- efnið sé rétt lagt fyrir vélina, og það er aðeins hægt að gera með gataspjöldum. Gataspjöld- in eru leyndardómur þessa hug- arstarfs. I þau verður að gata allar staðreyndir af ýtrustu ná- kvæmni, hvort heldur þær eru um mann eða tiltekinn hlut, sem framleiða á. Á spjaldið er þann- ig stimpluð, eða götuð, lýsing ,,hlutarins“, á sama hátt og marglitt mynztur er ofið í teppi, og þar með er í rauninni hin mannlega hugsun mótuð á spjaldið. Nú er hægt að mata vélina á þúsundum og hundruð- um þúsunda „hluta“ í formi spjalda, og hún svarar alltaf hverri spurningu rétt. í einföldustu mynd sinni minnir þetta á vélavefstólinn, fyrstu sjálfvirku vélina. Einnig í honum myndaði gataspjald grundvöll vefnaðarins. Vélavef- stólnum er stjórnað með mynzt- urspjaldinu, og mynzturspjaldið verður að gera í upphafi af mikilli nákvæmni. Maðurinn mótar hér í rauninni hugsanir sínar og áætlanir, í þessu til- felli mynztur, á spjald, svo að hægt sé að gera óendanlega oft eftirlíkingar á vélrænan hátt. Við þetta starf leysir vélin manninn af hólmi. Það sem er nægilega vel undirbúið, getur hún endurtekið eins oft og með þarf. Það þarf ímyndunarafl mannsins til að skapa mynztur; til þess að koma því á mynztur- spjaldið, þarf hann á allri sinni fyrirhyggju og hugkvæmni að halda, og hann þarf að velja efnið. En þegar þessu og öðru svipuðu undirbúningsstarfi er lokið, getur vélin endurskapað mynztrið ótal sinnum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.