Úrval - 01.04.1956, Page 74
Hinum ævafomu indversku yogavísindum
aukast nú vinsældir á Indiandi á ný.
Heilsurækt og indverskar yogaœfingar.
Grein úr „Eastern World“,
eftir K. M. Talgeri.
HIN ævafornu, indversku
yogavísindi eru fyrir
margra hluta sakir girnileg til
fróðleiks. Að vísu eru sumar
andlegar greinar yoga hjúpað-
ar leynd, sem aðeins útvaldir
Mahatma og Yoga-Siddha
þekkja, en ýmsar greinar yoga
sem snerta andlega og líkam-
lega þjálfun, eru. mörgum kunn-
ar.
Forsætisráðherra Indlands,
Jawarhalal Nehru, byrjar dag-
inn með sjirasasan — með því
að standa á höfði — en það er
æfing, sem þúsundir yogaiðk-
enda á Indlandi iðka stöðugt.
Þessi líkamsstelling örvar blóð-
rásina til heilans og hefur áhrif
á taugakerfið. Hryggsúlan snýst
við, og við það gjörbreytist
þrýstingurinn á hvern hryggjar-
lið. Þegar maður stendur í fæt-
urna, verður neðsti hryggjar-
liðurinn fyrir mestum þrýstingi,
en sá efsti minnstum. Standi
maður á höfði verður þetta öf-
ugt. Brjóskið milli hryggjarlið-
anna jafnast einnig betur, þann-
ig að bilið milli þeirra breikk-
ar. Blóðrásin til skynfæra
sjónar, ilms, heyrnar og smekks
verður meiri. Áhrif þessarar
stellingar á meltinguna eru
einnig góð. Þeir sem iðka
sjirasasan að staðaldri þekkja
ekki hægðatregðu. En það eru
til margar fleiri asana (stelling-
ar), sem hafa örvandi og yngj-
andi áhrif á mikilvæg líffæri,
kirtla og taugamiðstöðvar og
auka líkamlega vellíðan.
Hinn heimskunni fiðlusnill-
ingur Jehudi Menuhin hafði í
Bandaríkjunum spurnir af holl-
ustuáhrifum yogaæfinga. Þegar
hann kom til Indlands fór hann
á fund tveggja nafnkunnra
yogakennara, sem tóku að sér
að fræða hann um yogavísindi.
Undir handleiðslu þeirra fór
hann í gegnum öll stig yogaæf-
inganna og sannfærðist um, að
þessi aðferð til líkamsræktar
hefði einnig holl og varanleg
áhrif á andlegt líf og geðheilsu
mannsins.
Dr. Rajendra Prasad, forseti
indverska lýðveldisins, iðkaði
yogaæfingar til þess að lækna
sig af astma, sem lengi hafði
þjáð hann. Yogakennari hans