Úrval - 01.04.1956, Qupperneq 76
74
ÚRVAL
ingar og öndunaræfingar við
marga háskóla í Bandaríkjun-
um, m. a. við Columbia-háskól-
anna í New York. Einnig í Eng-
landi, Þýzkalandi, Sviss, Kína
og Japan hefur hann haft sýn-
ingar og haldið fræðsluerindi um
yoga.
Indverjinn Sri Lakshmana
Rao, sem nú er sextugur, vakti
fyrir skömmu undrun Lundúna-
búa með því að ganga um Hyde
Park berfættur í lendarklæði
einu fata í tíu stiga frosti.
I Stokkhólmi hefur Shama-
sunder Goswami prófessor sett
á stofn yogaskóla. Samkvæmt
almennum óskum lék hann ný-
lega þá list, í viðurvist 5000
Stokkhólmsbúa, að vaða ber-
fættur fjögra metra langan við-
arkolaeld. En um leið lét hann
þess getið, að tilgangur yoga
væri ekki slíkar sýningar: ,,Við
enim hvorki trúðar né töfra-
menn,“ sagði hann. „í krafti
yoga getum við gert ýmsa
furðulega hluti, en megintak-
mark okkar er að vekja áhuga
fólks á þessum ævifornu vísind-
um sem tæki til að efla líkam-
lega og andlega heilbrigði
mannanna."
„Þeir (þ. e. yogarnir) gerðu
sér allt far um að finna eðli
og takmark mannlegs lífs,“ seg-
ir Harvey Day í bók sinni
About Yoga. „Þeir létu ekki
ánetjast þeirri blekkingu, að al-
heimurinn hafi verið skapaður
vegna mannanna. Hver sem les
hin helgu rit af kostgæfni, mun
finna þar margt, sem heimspek-
ingarnir Descartes, Locke, Kant,
Bergson, Whitehead og Russell
boðuðuð, en yogarnir höfðu
löngu áður uppgötvað. Þessir
fornu heimspekingar, sem eng-
inn veit nú lengur hverjir voru,
voru ekki bókstafsbundnir.11
Óbókhneigð þ.jóð.
Meirihluti Bandaríkjamanna las ekki bók á síðastliðnu ári.
Þetta er niðurstaða af könnun, sem The American Institute of
Public Opinion gerði fyrir skömmu. Sex af hverjum tiu mönn-
um, sem spurðir voru, sögðu, að ef frá væri talin biblían, væri
meira en ár liðið síðan þeir hefðu lesið bók. Jafnvel einn af
hverjum fjórum háskólagengnum mönnum, sem spurðir voru,
höfðu ekki lesið bók í eitt ár.
Færri bækur eru lesnar í Bandaríkjunum, miðað við fólks-
fjölda, en í nokkru hinna stærri enskumælandi lýðræðisríkja.
1 Englandi er lestur bóka þrefalt algengari en í Bandaríkjun-
um. Samkvæmt rannsókn, er hundraðstaia þeirra, sem lesa bæk-
ur í eftirtöldum löndum sem hér segir: Bretlandi 55, Ástralíu
34, Kanada 31 og Bandarikjunum 17.
— Reader’s Digest.