Úrval - 01.04.1956, Side 77
Lungnakrabbinn og dauðsföll af völdum
bans liafa færzt svo mjög í vöxt á
síðari árum, að hann hefur
verið' kailaður —
Drepsótt Vesturlanda.
Grein úr „New Statesman and Nation“.
AÐ má nú telja sannað mál,
að sígarettureykingar séu
ein helzta orsök lungnakrabb-
ans. Þessi staðreynd hlýtur að
hafa mikil og víðtæk áhrif, eink-
um með tilliti til væntanlegra
varnarráðstafana.
Lungnakrabbi er nú f jörutíu
sinnum algengara dánarmein í
Bretlandi en fyrir fjörutíu ár-
um, og þessi aukning kemur
nærri öll á miðaldra karlmenn.
Um aldamótin síðustu tóku dán-
artölur kvenna og karla að
lækka þar í landi, og stafaði
það af auknum hollustuháttum
og bættum lífskjörum. Dánar-
tölur kvenna héldu áfram að
lækka, en eftir 1920 brá svo
undarlega við, að miðaldra karl-
menn (45—64 ára) fóru að
standa í stað, og hefur dánar-
tala þeirra verið óbreytt síðan;
hún hefur meira að segja hækk-
að að því er sumar stéttir snert-
ir. Nú deyja um helmingi fleiri
miðaldra karlmenn en konur á
Bretlandi, og er orsökin sú, að
tveir sjúkdómar, sem voru sjald-
gæfir fyrir 40 árum, hafa færst
g'ífurfega í vöxt. Þessir sjúk-
dómar eru kransæðastífla og'
lungnakrabbi. Báðir þessir sjúk-
dómar leggjast oftar á karla en
konur og hafa með réttu verið
nefndir „drepsóttir" Vestur-
landa. Kransæðastíflan er þó
vafalaust algengari, en lungna-
krabbinn er annar í röðinni,
enda eru um 10% dauðsfalla
hjá miðaldra karlmönnum af
völdum hans. Og allar líkur
benda til að lungnakrabbinn
verði algengari en hann er nú
— að dauðsföll karlmanna af
völdum hans muni tvöfaldast
eða jafnvel þrefaldast og að
konur muni engu síður en
karlmenn verða fyrir barðinu
á þessum hryllilega sjúkdómi
þegar tímar líða.
Það eru til tvær tegundir af
lungnakrabba. Önnur er svip-
aðs eðlis og krabbamein í öðr-
um líffærum, leggst jafnt á
karla og konur og hefur ekki
færzt í aukana. Hin tegundin er
talsvert frábrugðin og er oft
sett í sambarid við ertingu —
það er þessi 'ðíðarnefnda tegund
sem hefur færst svo mjog í
vöxt. Alit beridir til að um