Úrval - 01.04.1956, Síða 79

Úrval - 01.04.1956, Síða 79
DREPSÓTT VESTURLANDA 77 ekki verið sannað, að neitt það efni sé í sígarettureyk, sem geti valdið krabbameini. Báðar þess- ar mótbárur hafa nú verið hraktar. Ameríska krabba- meinsfélagið hefur frá því árið 1951 haft eftirlit með um 200 þús. manna., fylgst með reyk- ingavenjum þeirra og rannsak- að dánarorsakir þeirra. Á Bret- landi hefur á fjórða ár farið fram athugun á reykingavenj- um og dánarorsökum lækna þar í landi. Báðar þessar athuganir hafa leitt til sömu niðurstöðu og hinar fyrri rannsóknir. í öðru lagi hefur leitin að hinu krabbameinsvaldandi efni í síga. rettum gengið að óskum. Benz- pyrene, þekkt krabbameinsvald- andi efni, hefur verið einangrað úr sígarettureyk, og tekizt hef- ur að framkalla húðkrabba á músum með sterkum sígarettu- reyk. Enda þótt sígarettureykingar séu án efa aðalorsök hins ört vaxandi lungnakrabba, getur sjúkdómurinn líka stafað af öðrum orsökum. Við höfum sannanir fyrir því, að ákveðin iðnaðarstörf, svo sem vinna við geislavirk efni, nikkelhúðun og ef til vill gasframleiðsla, hafa aukna hættu í för með sér. Því hefir einnig verið veitt eftirtekt, að hlutfallslega deyja helmingi fleiri úr lungnakrabba í stærri borgum en sveitum. Um eitt skeið héldu menn að þetta staf- aði af því að borgarbúar reykja meira en sveitamenn, en nýleg- ar athuganir benda til þess, að meiri krabbameinshætta sé yfirleitt í borgum, bæði fyrir þá sem reykja og hina, sem ekki reykja. Menn hafa lengi vitað, að benzpyrene er í venjulegu sóti og að hægt er að einangra það úr reykjarmistri borganna. Það er því sennilegt að þetta efni sé orsökin í báðum tilfellum. Einn- ig hefur verið athugað hvort reykur frá dieselvélum og notk- un kveikjara í stað eldspýtna gætu valdið krabbameini, en niðurstaðan varð neikvæð. Það er enginn vafi, að aðal- hættan stafar frá sígarettunni. Áhætta þeirra, sem eru miklir pípu- og vindlareykingamenn, er er að vísu talsvert meiri en hinna, sem ekki reykja, en hins- vegar miklu minni en þeirra, sem reykja sama tóbaksmagn í sígarettum. Þetta kann að stafa af því, að þeir soga síður reykinn niður í lungun. En nýlega hefur komið í Ijós við athugun, að sígarettu- reykingamenn, sem ekki soga reykinn niður í lungu, eða telja sig ekki gera það, fá engu síður lungnakrabba en hinir, sem hafa þennan sið. ,,Öryggi“ vindilsins og pípunnar stafar sennilega af þvi, að tóbakið í þeim brennur við allmiklu lægra hitastig. Það hefur sannast, að meira benz- pyrene myndast í tóbaki við hátt hitastig, svo sem þegar síga- retta brennur. Engin getur enn birt nákvæm-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.