Úrval - 01.04.1956, Page 80
78
ÚRVAL,
ar tölur um áhættuna, hve mikil
hún er á mismunandi aldurs-
skeiði og við mismunandi síga-
rettunotkun. Það verður að taka
mörg atriði til greina : hvernig
menn reykja, hve langur stúf-
urinn er, sem kastað er, o. s.
frv. Samkvæmt rannsókn þeirra
Dolls og Hills er áhættan í stór-
um dráttum þessi: Af 1000
mönnum, sem náð hafa fertugs-
aldri, og reykja lítið (10 síga-
rettur eða færri á dag), munu
34 deyja úr lungnakrabba. Af
1000 meðalreykingamönnum
(11—20 sígarettur á dag) munu
52 deyja úr sama sjúkdómi. Af
1000 miklum reykingamönnum
(yfir 20 sígarettur á dag), munu
86 deyja úr lungnakrabba. Hins-
vegar munu ekki deyja nema 5
af hverjum þúsund, sem ekki
reykja.
Það er ekki alltaf nóg að
hætta að reykja. Hættan fer
eftir því hve mikið maður hef-
ur reykt um dagana. Mikill
reykingamaður, sem hefur
svælt sígarettur í þrjátíu ár,
getur að vísu dregið dálítið úr
áhættunni með því að kveðja
sígarettuna fyrir fullt. og allt,
en hann getur engan veginn
þurrkað hana út. Öðru máli
gegnir um ungt fólk, sem ekki
hefur reykt nema í fáein ár; ef
það hættir að reykja verður
áhætta þess ekki meiri en hinna,
sem aldrei hafa reykt. Það er
áreiðanlega hollast fyrir alla að
hætta reykingum, ekki sízt ungt
fólk. En reykingar eru nautn,
og það er hætt við að meira
þurfi til en læknaskýrslur, ef
takast á að fá menn til að leggja
niður reykingar.
Menn ættu að fara að gefa
gætur að reykingavenjum sín-
um, því að það er ekki lengur
hægt að líta á reykingar sem.
meinlausan ávana. Reykingar
geta verið lífshættulegar, ekki
einungis vegna lungnakrabbans,
sem þær sannanlega valda, held-
ur líka vegna hlutdeildar þeirra
í öðrum sjúkdómum sem leiða.
til dauða, svo sem kransæða-
stíflu. Hafa reykingar annars
nokkurntíma holl eða hressandi
áhrif? Auka þær á spennuna í
lífi nútímamannsins eða styrkja
þær taugarnar? Ef nóg fé væri
veitt til að vinna að ítarlegum
rannsóknum á þessu sviði, væri
hægt að svara þessum spurn-
ingum. Með því móti væri ef til
vill hægt að bjarga fleiri manns-
lífum en nokkurntíma verður
bjargað í sjúkrahúsum.
Q-------□
Spurt í einlæg'ni,
Móðir (segir við litinn sntíða, sem stendur volandi fyrir f.iam-
an herberg'ið sitt og' segir að það sé kónguló í þvi) : „Þúj ert
þó ekkí'hræ'ddur við kónguló, Nonni?“
„Af hverjú 'sténd ég þá 'frammi í forstofu?" sþurði Noniiii
. . -'i;. : ,. f. . ; Ca.ppe?'.’s: Weekly..- . ■