Úrval - 01.04.1956, Side 103
AÐ LESA 1 LÓFA
101
nákvæmlega eins í báðum lóf-
unum. Það var auðséð, að ég
myndi verða mjög hætt kominn
og ekki verða sami maður eftir
þetta áfall. Ég varð áhyggju-
fullur út af þessu. Þegar ég var
orðinn tuttugu og fimm ára
gamall, fór mér að líða illa.
Ógæfan gat dunið yfir mig þá
og þegar. Þér vitið, að með lófa-
lestri verður ekki sagt nákvæm-
lega fyrir hvenær atburðir ger-
ast. Þetta gat komið fyrir þegar
ég væri orðinn tuttugu og sex
ára; ef til vill gerðist það ekki
fyrr en ég væri orðinn tuttugu
og sjö; ef til vill strax og ég
væri orðinn tuttugu og fimm.
Ég reyndi að hugga mig með
því, að ef til vill kæmi alls ekk-
ert fyrir. Skynsemi mín gerði
uppreisn gegn lófalesturskenn-
ingunni. Ég fyrirleit sjálfan
mig fyrir að trúa á hana, al-
veg eins og þér. Ég reyndi að
draga úr hlægilegri varkárni
minni þegar ég gekk yfir götu.
Ég bjó í London um þetta leyti.
Það voru engar bifreiðar komn-
ar til sögunnar þá — en samt
stóð ég tímunum saman á gang-
stéttarbrúninni, hræddur og hik.
andi. Það var auðvitað óheppi-
legt að ég skyldi ekki hafa neitt
sérstakt fyrir stafni — eitthvað,
sem gæti dregið hugann frá
sjálfum mér. Ég var einskonar
„fórnarlamb auðsins“. Eftir
nokkurn tíma tók ég að forð-
ast tvíhjólaðar kerrur og skalf
af hræðslu þegar ég ók í fjór-
hjóluðum vagni. Þér skiljið
hvernig komið var fyrir mér.
Ég ferðaðist ekki með járn-
brautarlest nema ég mætti til.
Föðurbróðir minn átti býli í
Hampshire. Mér féll mjög vel
við hann og konu hans. Heimili
þeirra var eina heimilið, sem
ég vandi komur mínar á. Ég
bjó hjá þeim eina viku í nóv-
embermánuði, skömmu eftir
tuttugasta og sjöunda afmælis-
daginn minn. Það voru fleiri
gestir staddir þar, og þegar vik-
an var liðin, fórum við með
sömu lest til London. Við vor-
um sex í vagninum: Elbourn of-
ursti, kona hans og dóttir, stúlka
á seytjánda ári, og Blakehjónin.
Við Blake höfðum verið saman
í Winchester, en höfðum sjald-
an hitzt eftir það. Hann gegndi
einhverja embætti hjá indversku
stjórninni og hafði komið til
Englands í embættiserindum.
Hann átti að halda aftur til
Indlands eftir viku. Kona hans
ætlaði að dvelja í Englandi í
nokkra mánuði. Þau höfðu ver-
ið gift í fjögur ár. Blake hafði
sagt mér, að konan hans væri
tuttugu og fjögurra ára gömul.
Ég hafði ekki hitt Elbourn-
hjónin áður. Þau voru mjög geð-
felldar manneskjur og við höfð-
um ánægju af samverunni. Það
eina sem skyggði á ánægjuna
var, að föðurbróðir minn hafði
spurt mig kvöldið fyrir brottför.
ina, hvort ég væri ekki hættur
við ,,sigaunakúnstirnar“, sem
hann kallaði svo. Auðvitað urðu