Úrval - 01.04.1956, Side 103

Úrval - 01.04.1956, Side 103
AÐ LESA 1 LÓFA 101 nákvæmlega eins í báðum lóf- unum. Það var auðséð, að ég myndi verða mjög hætt kominn og ekki verða sami maður eftir þetta áfall. Ég varð áhyggju- fullur út af þessu. Þegar ég var orðinn tuttugu og fimm ára gamall, fór mér að líða illa. Ógæfan gat dunið yfir mig þá og þegar. Þér vitið, að með lófa- lestri verður ekki sagt nákvæm- lega fyrir hvenær atburðir ger- ast. Þetta gat komið fyrir þegar ég væri orðinn tuttugu og sex ára; ef til vill gerðist það ekki fyrr en ég væri orðinn tuttugu og sjö; ef til vill strax og ég væri orðinn tuttugu og fimm. Ég reyndi að hugga mig með því, að ef til vill kæmi alls ekk- ert fyrir. Skynsemi mín gerði uppreisn gegn lófalesturskenn- ingunni. Ég fyrirleit sjálfan mig fyrir að trúa á hana, al- veg eins og þér. Ég reyndi að draga úr hlægilegri varkárni minni þegar ég gekk yfir götu. Ég bjó í London um þetta leyti. Það voru engar bifreiðar komn- ar til sögunnar þá — en samt stóð ég tímunum saman á gang- stéttarbrúninni, hræddur og hik. andi. Það var auðvitað óheppi- legt að ég skyldi ekki hafa neitt sérstakt fyrir stafni — eitthvað, sem gæti dregið hugann frá sjálfum mér. Ég var einskonar „fórnarlamb auðsins“. Eftir nokkurn tíma tók ég að forð- ast tvíhjólaðar kerrur og skalf af hræðslu þegar ég ók í fjór- hjóluðum vagni. Þér skiljið hvernig komið var fyrir mér. Ég ferðaðist ekki með járn- brautarlest nema ég mætti til. Föðurbróðir minn átti býli í Hampshire. Mér féll mjög vel við hann og konu hans. Heimili þeirra var eina heimilið, sem ég vandi komur mínar á. Ég bjó hjá þeim eina viku í nóv- embermánuði, skömmu eftir tuttugasta og sjöunda afmælis- daginn minn. Það voru fleiri gestir staddir þar, og þegar vik- an var liðin, fórum við með sömu lest til London. Við vor- um sex í vagninum: Elbourn of- ursti, kona hans og dóttir, stúlka á seytjánda ári, og Blakehjónin. Við Blake höfðum verið saman í Winchester, en höfðum sjald- an hitzt eftir það. Hann gegndi einhverja embætti hjá indversku stjórninni og hafði komið til Englands í embættiserindum. Hann átti að halda aftur til Indlands eftir viku. Kona hans ætlaði að dvelja í Englandi í nokkra mánuði. Þau höfðu ver- ið gift í fjögur ár. Blake hafði sagt mér, að konan hans væri tuttugu og fjögurra ára gömul. Ég hafði ekki hitt Elbourn- hjónin áður. Þau voru mjög geð- felldar manneskjur og við höfð- um ánægju af samverunni. Það eina sem skyggði á ánægjuna var, að föðurbróðir minn hafði spurt mig kvöldið fyrir brottför. ina, hvort ég væri ekki hættur við ,,sigaunakúnstirnar“, sem hann kallaði svo. Auðvitað urðu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.