Úrval - 01.04.1956, Page 105
AÐ LESA 1 LÓFA
103
deyja þegar hún varð tuttugu
og eins árs. Hún virtist alls
ekki geta orðið eldri en tuttugu
og þriggja ára. En hún var tutt-
ugu og fjögurra ára gömul.
Ég hef áður gefið í skyn, að
ég sé veiklundaður maður. Ég
mun bráðum sanna yður þá full-
yrðingu mína. En þrátt fyrir allt,
sýndi ég talsverðan sálarstyrk
þenna dag — daginn sem ör-
vænting mín og auðmýking
hófst. Þegar ég sá sömu táknin
í lófum Dorothy Elbourn, varð
enginn þess var, hvorki af svip
mínum né rödd. Hún var ákaf-
lega áfjáð í að vita um fram-
tíð sína, veslings barnið. Mig
minnir að ég segði ósköpin öll
um ókomna ævi hennar. Og þó
átti hún enga framtíð í þessum
heimi — nema —
Meðan ég var að tala, kom
mér dálítið í hug. Ég skildi ekki,
hvers vegna mér hafði ekki
dottið það í hug fyrr. Grunar
yður hvað það var? Mér varð
undarlega innanbrjósts og kóln-
aði allur. Ég hélt áfram að tala.
En — ég hélt líka áfram að
hugsa. Grunurinn var ekki enn
orðinn að vissu. Móðirin og
dóttirin voru alltaf saman —
það sem kom fyrir aðra, hlaut
líka að koma fyrir hina. En
sömu örlög biðu einnig f rú Blake
— og þau voru á næstu grösum.
Það var einkennileg tilviljun.
Við vorum öll saman — hérna
í lestinni: þau og ég — sem
átti að komast með naumindum
lífs af. Ráðning gátunnar virt-
ist liggja í augum uppi. En ég~
huggaði mig við það, að ráðn-
ingin gæti verið röng og ég
hélt áfram að tala og lestin
þaut skröltandi áfram —
hvert? Þetta var hraðlest. Vagn
okkar var nálægt eimreiðinni.
Ég talaði hátt. Ég vissi upp
á mína tíu fingur, hvað ég
mundi sjá í lófa ofurstans. Þér
megið ekki halda að ég hafi
verið hræddur sjálfs mín vegna.
Örlög mín voru ekki eins hörmu-
leg og hinna — ég hugsaði að-
eins um samferðafólk mitt —
aðeins um það. Ég eyddi ekki
miklum tíma í að lýsa skapgerð
og æviferli ofurstans. Það voru
hendur Blake, sem ég hafði
mestan áhuga á. Þær höfðu úr-
slitaþýðingu. Ef sama táknið
væri í þeim —. Þér munið eftir
því, að Blake ætlaði að fara
til Indlands eftir viku, en konan
hans ætlaði að dvelja áfram í
Englandi. Þau áttu ekki eftir
að vera saman nema þessa einu
viku. Þess vegna —
Táknið var í lófa hans. Og
ég hafðist ekkert að — ég lýsti
aðeins skapgerð Blakes með
mörgum fögrum orðum. Þó var
eitt, sem ég gat gert og vildi
gera — ég gat gripið í neyðar-
hemilinn og stokkið út að glugg-
anum. Ekkert var auðveldara.
Ekkert er auðveldara en að
stöðva járnbrautarlest. Maður
grípur í neyðarhemilinn og lest-
in hægir á sér og staðnæmist.
Lesturvörðurinn kemur að vagn-