Úrval - 01.04.1956, Page 109

Úrval - 01.04.1956, Page 109
AÐ LESA 1 LÓFA 107 þegar ég varð þess var, að Lai- der var kominn í þrot með um- ræðuefnið. Ég furðaði mig á því, að hann skyldi ekki hætta að ræða inflúenzuna og snúa sér heldur að bréfinu mínu. Hann hlaut að hafa lesið það. Hann hefði átt að vera mér þakklátur fyrir það. Það var gott bréf, fyrirtaks bréf. Mér kom ekki til hugar, að hann ætlaði að svara því. Þögn hans kom ónotalega við mig; það skyldi þó ekki vera, að ég hefði hlaupið á mig? Það var auðséð, að honum leið illa meðan hann var að tala við mig. En það var ekki mitt hlut- verk að reifa málið. Það var skylda hans að bjarga mér úr klípunni, sem hann hafði komið mér í. Það varð löng þögn. Allt í einu sagði hann stamandi: ,,Það var — ákaflega vingjarnlegt af yður — að senda mér bréfið.“ Hann sagðist hafa verið að fá það rétt í þessu og reyndi af veikum mætti að útskýra fyrir mér, hvers vegna hann hefði ekki fengið það fyrr. Mér fannst að hann hefði að minnsta kosti getað sagt, að bréfið hefði orðið honum að liði, og það var eðli- legt, að ég yrði fyrir vonbrigð- um, þegar hann sagði að lok- um: ,,Ég var ákaflega hrærð- ur.“ Það hafði verið ætlun mín að sannfæra hann, en ekki að koma honum til að vikna. „Gæti ekki hugsazt,“ sagði ég, ,,að allt, sem gerðist fyrir slys- ið, hafi verið ímyndun yðar?“ Hann andvarpaði. „Þér komið mér til að finna sárt til sektar minnar.“ „En ég hef einmitt verið að reyna að stuðla að því, að þér fynduð ekki til sektar." „Já, ég veit það. Þess vegna geri ég mér svo ljósa grein fyrir sekt minni.“ Við höfðum numið staðar. Hann krafsaði með stafnum sínum í harðan, hvítan sandinn. „Tilgáta yðar er að vissu leyti hárrétt,“ sagði hann. „Hún nær bara of skammt. Það er ekki aðeins möguleiki að ég hafi ekki séð táknin í lófum samferðafólks míns — það er staðreynd. Ég leit aldrei á hend- urnar. Þær voru ekki til. Ég á ekki einu sinni föðurbróður í Hampshire. Ég hef aldrei átt neinn föðurbróður þar.“ Ég fór líka að krafsa í sand- inn. „Jæja,“ sagði ég loks. „Mér finnst ég vera kominn í hálf- kjánalega aðstöðu.“ „Ég get ekki einu sinni leyft mér að biðja yður afsökunar, en —.“ , „Ég er ekki reiður við yður. En — ég hefði heldur kosið að þér hefðuð ekki sagt mér þetta.“ „Ég hefði líka heldur kosið að komast hjá að minnast á það. En þér voruð svo vingjarn- legur, að ég neyddist til að gera það. Þegar þér voruð að reyna að létta ímyndaðri sök af sam- vizku minni, íþyngduð þér henni með raunverulegri sekt.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.