Úrval - 01.04.1956, Page 111
AÐ LESA 1 LÓFA
109
vizkan — sem inflúenzan hefur
áhrif á. Ég get bara ekki setið
á mér að segja frá því, sem mér
dettur í hug og reyna að hafa
söguna sem snjallasta. En ég
blygðast mín ákaflega meðan
ég er að segja frá.“
„Þér blygðist yðar tæplega
fyrir frásagnagáfu yðar?“
,,Jú, ég blygðast mín líka fyr-
ir hana,“ sagði hann og brosti
dapurlega. „Mér finnst allan
tímann að mér hafi ekki tekizt
að búa hina upprunalegu hug-
mynd í þann búning, sem hún
átti skilið.“
„Þér eruð vissulega allt of
harður gagnvart sjálfum yður.“
„Þetta er fallega sagt af yð-
ur. Þér eruð á allan hátt mjög
vingjarnlegur í minn garð. Ef
ég hefði vitað hvílíkur maður
þér eruð, þá hefði ég ekki kviðið
svo mikið fyrir því að hitta yð-
ur nú og verða að segja yður
sannleikann. En ég ætla ekki
að misnota vináttu yðar og
sanngirni. Ég vona að við hitt-
umst einhvern tíma seinna, þeg-
ar ég er laus við inflúenzu og
get umgengizt fólk. Eins og nú
er ástatt, get ég ekki leyft yð-
ur að umgangast mig. Eg er
eldri en þér, og get því, án þess
að vera ókurteis, varað yður
við að hafa nokkuð saman við
mig að sælda.“
Ég kvaðst auðvitað vera ófús
að hlýða þessum ráðleggingum
hans, en hann var fastari fyrir
en við hefði mátt búast af svo
viljalitlum manni.
ÚRVAL AF:
Klassiskum
hljómplötum
SVO SEM:
Heilum óperum,
Konsertum,
Sinfóníum,
Klassiskum söngplötum
og léttklassiskum hljóm-
sveitarverkum.
Þeir sem fylgjast með tím-
anum kaupa hœggengu plöt-
urnar í
FÁLKANUM
LAUGAVEG 25