Úrval - 01.04.1956, Page 116
XWk
Fyrnd orð — en falleg.
Kalreip, kló (kaöall) á segli,
Ég eignaðist nýlega „Lexicon
Poeticum", orðabók Sveinbjamar
Egilssonar yfir fomíslenzkt
skáidamál. Almennt munu orða-
bækur ekki taldar til skemmti-
lesturs, en þó fór svo, að eftir
að ég byrjaði að blaða í bók
Sveinbjamar, átti ég erfitt með að
leggja hana frá mér. Ég hafði
áður grun um, að til væri mikið
af fallegum, íslenzkum orðum,
sem væm fymd eða fáum töm,
heyrðust ekki í mæltu máli og
sæjust sjaldan eða ekki í rituðu
nútímamáli. En að um jafnauð-
ugan og fagran garð væri að
gresja og raun bar vitni hafði
ég í fáfræði minni ekki vitað.
Mörg þessara orða em svo
kjammikil, safarík og hljómfögur,
að furðu vekur, að þau skuli hafa
fymst eða fallið í gleymsku.
TJrval langar til að gefa lesend-
um sínum nokkur sýnishom af
þessum rykföllnu dýrgripum tung-
unnar. Sumir þeirra em raun-
ar alls ekki að fullu fymdir. Það
má sjá þá glitra í gömlum orðs-
kviðum, sem enn lifa. G. Ó.
Glaumberg, brjóst.
Heilyndi, heilbrigði.
Heimdragi, heimalningur.
Heiptmóður, æstur af reiði.
.Jóð, bam, afkvæmi, (sbr. jóð-
sótt).
(sbr. segl kelur, segl blaktir).
Kilja, rífast.
Kleif, klettur sem hægt er að
klifa (sbr. Kleifarvatn).
Sámur, þeldökkur; sámleltur,
dökkleitur.
Dript, él, skúr.
Beðmál, samtal I hjónarúmlnu.
Bellinn, ofsafenginn, þrætugjam.
I.úfa, hárlubbi.
Slókur, letingi; slækinn, latur,
máttlitill.
Lyfjaberg, um það segir i Fjöl-
svinnsmálum: ...... heil verður
hver, þótt hafi heljarsótt, ef
það klifur kona". Væri þetta
ekki fallegt heiti á lyfjabúð ?
Snerrilátur, viðbragðsfljótur, frár.
Gamanþing, ástarfundir.
Ýgur, harka, kaldlyndi.
Þambur, bólginn; þömb kona,
þunguð kona.
Þausn, hávaði, skarkali.
Skóð, hættulegt verkfæri, vopn.
Þjóðglaður, yfirmáta glaður.
Náreið, líkvagn, líkbörur; leggja
líf i náreið, deyja.
Þrúðugur, ramur að afli.
Reitinn, stríðinn.
Hlemmiskúr, hellidemba.
Hlækinn, ókarlmannlegur, hænd-
ur að móður sinnL
Hneppur, þröngur, tæpur.
Hnit, árekstur; Hnitbjörg, nafnið
Framhald á 2. kápusiðu.
STEINDDRSPHENT H.F.