Bókasafnið - 01.01.2002, Qupperneq 4

Bókasafnið - 01.01.2002, Qupperneq 4
Steingrímur Jónsson Bókabærinn Hay-on-Wye Abökkum árinnar Wye við rætur Svörtufjalla, rétt við landamærin milli Englands og Wales, stendur bærinn Hay þar sem um 1400 manns búa. Upphaf bæjarins má rekja aftur á 12. öld þegar Normannar reistu kastalann sem enn stendur á hæðinni í miðjum bænum. Margar orustur voru á miðöldum háðar á svæðinu umhverfis bæinn og kast- alinn brann nokkrum sinnum en var jafnan endur- reistur. Um miðja 17. öld heimsótti Oliver Cromwell bæinn og gisti á kránni Old Black Lion þegar hann reyndi að hreinsa til á trúarbragðasviðinu með því að setja kaþólikka til hliðar. Annars gerðist fátt í Hay sem fest hefur verið á spjöld sögunnar. Árið 1921 komst Hay-on- Wye í fréttirnar. Herbert Rowse Armstrong, rúmlega fimmtugur lögfræðingur og majór í breska hernum sem barist hafði í Frakklandi á fyrra- stríðsárunum, var ákærður fyrir að hafa myrt eiginkonu sína með arseníki. Armstrong var sekur fundinn, dæmdur til dauða og hengdur ári síðar. Skiptar skoðanir hafa alla tíð verið um sekt Armstrongs; margir sem skrifað hafa um málið hafa efast um réttmæti dómsins og talið aftökuna dómsmorð. Eftir seinni heimsstyrjöldina seig mjög á ógæfu- hliðina í mörgum minni bæjum í Wales. Unga fólkið fluttist burt og verslun og viðskipti drógust saman. Um 1960 hafði kránum í Hay sem í upphafi aldarinn- ar voru 35 talsins fækkað niður í ellefu. Og hinn 31. desember 1962 ók síðasta járnbrautarlestin frá Hay og járnbrautarstöðinni sem þjónað hafði íbúunum um aldarskeið var endanlega lokað. Þá var það að Richard Booth, 23 ára gamall maður sem stundað hafði nám við Oxfordháskóla, fluttist til foreldra sinna sem keypt höfðu búgarð rétt utan við Hay. Fátt var um að velja fyrir Booth til að starfa við. Þegar honum árið 1962 bauðst að kaupa fyrir lítið fé gömlu slökkvistöðina í Hay sem breytt hafði verið í verslunarhúsnæði sló hann til og setti á stofn forn- bókabúð. Engum leist á fyrirtækið. „Nobody reads books in Hay-on-Wye“. Booth auglýsti að hann keypti notaðar bækur, allt frá einstökum bindum upp í heil söfn. Honum bauðst bókasafn sem tilheyrt hafði kaþólskum erkibiskup í Cardiff, mörg hundruð bindi af 17. og 18. aldar guðfræði. Gömul guðfræði var reyndar eitt hið vonlausasta til að selja í fornsölu, en engu að síður tóku menn eftir honum þegar hann var kominn með þetta mikla safn og hann komst í sam- band við ýmsa aðra fornsala sem keyptu hver af öðr- um. Booth réði til sín Frank English, drykk- felldan garðyrkjumann foreldra sinna, og varð það hlutskipti hans að smíða bókahillur fyrir allar bæk- urnar sem Booth keypti á næstu árum. Frank kenndi Booth líka að lifa vel fyrir lítið fé; benti honum á að krárnar sem Booth stund- aði væru þær dýrustu í bænum en til væru aðrar þar sem menn fengju jafn- gott og jafnmikið fyrir mun lægra verð. Ein besta kráin í þeim efnum var The Three Tlms þar sem fröken Lucy skenkti ölið og sagði sögur í þessari elstu krá í Hay, sem er svo gömul að þar drukku menn öl áður en Shakespeare skrifaði sína dramatík við lok 16. og í upphafi 17. ald- ar. Frank leist vel á Lucy og bað hennar iðulega en fékk jafnan sama svarið: „I’H thinfe about it, Frank." Bækur eru félagslyndar. Þær safnast þangað sem fleiri bækur eru fyrir. Og hjá Booth var þetta algildur sannleikur. Hann keypti skömmu síðar matvörubúð sem farið hafði yfirum og breytti í fornbóksölu. Og árið 1969 keypti hann kvikmyndahúsið í bænum, breytti því í fornbóksölu og nefndi Hay Cinema Bookshop. Það varð stærsta fornbóksala í heimi með 250 000 bókum í hill- um og Booth komst í Guinness Boofe ofRecords fyrir vikið! Booth ferðaðist um Wales, England og Skotland og keypti bækur. Stundum keypti hann af endurvinnslu- fyrirtækjum sem lágu með mörg tonn af prenti og bjargaði þar með margri bókinni frá hakkavélunum. Booth fór nokkrar ferðir til Bandaríkjanna og keypti bækur í þúsundatali. Bækurnar voru allar sendar í gámum til Hay-on-Wye; margir Bandaríkjamenn fylgdu í kjölfarið, keyptu bækurnar á margföldu verði og fóru með þær aftur heim. 2 BÓKASAFNIÐ 26. ÁRG. 2002
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.