Bókasafnið - 01.01.2002, Side 10

Bókasafnið - 01.01.2002, Side 10
Guðrún Pálsdóttir Aðgengi íslendinga að rafrænum gagnasöfnum - yfirlit Inngangur Langflestir íslendingar þekkja Internetið og hafa vafrað um það til að afla sér upplýsinga um hitt og þetta eða bara til að skoða. Nemendur sækja sér efni og heimildir í ritgerðir og oft eru þessar upplýsingar, sem liggja aðgengilegar og öllum ókeypis á netinu, nægar til þess að viðkomandi geti gert efninu góð skil. En þegar sérhæfing og kröfur um vönduð vinnu- brögð aukast verður að leita í gagnasöfnum og tíma- ritum sem oftast eru bundin við ákveðin fagsvið. Þessi gagnasöfn og tímarit eru dýr og til þess að hafa aðgang að þeim þarf annaðhvort að kaupa þau eða - og það er æ algengara - að greiða fyrir aðgang að þeim í rafrænu formi á Interneti. Rannsóknarsamfélagið þekkir vel til þessara rita enda eiga þau sér upphaf þar, í vísindagreinum og rannsóknarniðurstöðum sem þetta sama samfélag sendir frá sér. Vísindatímarit og útdráttarrit (samsafn greina með stuttum útdráttum) eru, ásamt fagtíma- ritum í hinum ýmsu greinum, aðalsamskiptaform vísindamanna og sérfræðinga um allan heim. Breytingar á aðgengi íslenskra vísindamanna og almennings að gagnasöfnum og heimildum á undan- förnum 20-30 árum eru miklar. Og líklega má að miklu leyti þakka þær stöðugum ábendingum ís- lenskra bókasafns- og upplýsingafræðinga sem hafa verið iðnir við að afla þessa aðgengis og vekja athygli á þeim möguleikum sem það opnar fræðimönnum og öðrum áhugasömum um menntun, rannsóknir og menningu. Við höfum í þessu verið hvött áfram af viðskiptavinum safnanna, einkum þó vísindamönn- um, sem hafa bæði leitað eftir þjónustu og miðlað okkur af reynslu sem þeir hafa oft öðlast við erlenda háskóla og notkun á bókasöfnum þeirra. Bókasöfnin byggja á langri hefð við að afla upplýs- inga og heimilda og svara fyrirspurnum viðskipta- vina. Á síðustu áratugum hafa þau nýtt tölvutækni sem skeytir engu um húsveggi eða landamæri heldur gerir fólki kleift að nálgast þá þekkingu sem eftir er leitað, óháð því hvar hún er vistuð svo fremi sem hún er aðgengileg með tölvutengingum. Hér á eftir verður í stuttu máli rakin saga upplýsingaleita með tölvu- tækni hérlendis eins og hún kemur höfundi þessarar greinar fyrir sjónir. Tilgangurinn er að draga fram helstu þættina áður en yfir þá fennir í því upp- lýsingakófi sem margir sjá vart út úr nú í byrjun 21. aldarinnar. Beinlínuleitir Upp úr 1970 fóru íslenskir bókasafnsfræðingar að kynna sér svonefndar beinlínuleitir í gagnasöfnum en upphaf þeirra má rekja til Bandaríkjanna þar sem þær hófust um miðjan sjöunda áratuginn.1 Starfs- menn íslenskra læknisfræðibókasafna hófu árið 1973 að leita í gagnasafni MIC (Medicinska informations centralen) við Karolinska Institutet í Stokkhólmi með aðstoð sænskra bókasafnsfræðinga og telextækninn- ar. Var þessi aðferð notuð þar sem símgjöldin voru of há til að hægt væri að leita beint héðan frá íslandi. Beinar upplýsingaleitir í erlendum gagnasöfnum hófust síðan hjá Upplýsingaþjónustu Rannsóknar- ráðs árið 1979 og árið 1981 á bókasafni Landspítal- ans.2 Fleiri sérfræðisöfn sigldu fljótlega í kjölfarið og má það m.a. rekja til þess að árið 1981 var farið að kenna beinlínuleitir í erlendum gagnasöfnum í bóka- safns- og upplýsingafræði við Háskóla íslands. Kenn- ari var Sólveig Þorsteinsdóttir, sem þá hafði nýlokið meistaraprófi í bókasafns- og upplýsingafræði í Bandaríkjunum. Sólveig hefur, að öðrum ólöstuðum, verið brautryðjandi í þessum málaflokki allar götur síðan. Hið almenna gagnaflutningsnet (Internet) var sett upp á íslandi 19863 og auðveldaði það mjög beinlínu- leitir og þær urðu ódýrari. Áður en netið var sett upp hérlendis var símakostnaður um helmingur útgjald- anna við leitirnar og þurftu menn að undirbúa sig vel og vera fljótir að leita til þess að kostnaðurinn færi ekki úr böndunum. Hann var þó það hár að viðskipta- vinir safnanna, eða deildir innan stofnana, greiddu hann. Jafnframt var tækni og tölvur ekki eins öflugt og síðar varð og að mörgu var að gæta við leitirnar. Á Rannsóknastofnun landbúnaðarins var til dæmis notast við gamlan prentara með lyklaborði við bein- línuleitirnar fyrstu árin. Allt, bæði skipanir og svör, prentaðist út á „skjóttan" pappír eins og grænrönd- ótti pappírinn var kallaður í félagsvísindadeild 8 BÓKASAFNIÐ 26. ÁRG. 2002

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.