Bókasafnið - 01.01.2002, Blaðsíða 12
Skipan nefndar og tillögur hennar
Á málþinginu var samþykkt áskorun til stjórnvalda
um að skipa nefnd er kæmi með tillögu um með
hvaða hætti yrði hægt að tryggja íslendingum aðgang
að gagnasöfnum gegnum Internet. Stjórnvöld brugð-
ust vel við og árið 1998 skipaði menntamálaráðherra
í nefndina. í henni voru eftirtaldir aðilar: Formaður
var Sólveig Þorsteinsdóttir yfirbókasafnsfræðingur,
tilnefnd af Ríkisspítölunum, en aðrir í nefndinni voru
Jón Þór Þórhallsson framkvæmdastjóri, tilnefndur af
Rannsóknarráði íslands, Andrea Jóhannsdóttir for-
stöðumaður, tilnefnd af Landsbókasafni íslands -
Háskólabókasafni og Sigrún Magnúsdóttir yfirbóka-
vörður, tilnefnd af Félagi bókavarða í rannsóknar-
bókasöfnum.7
Nefndin skilaði tillögum sínum árið 1999 í skýrsl-
unni Um aðgang bókasafna, stofnana og einstaklinga að
erlendum og innlendum gagnasöfnum. Þar var gerð úttekt
á stöðunni hérlendis og einnig raktar þær væntingar
sem bókasafnsfólk hafði um framtíðarþróun í mála-
flokknum. Jafnframt var þróuninni í nágrannalöndun-
um lýst. Nefndin lagði til að skipuð yrði verkefnisstjórn
og framkvæmdaaðili til þess að sjá um samningagerð
við framleiðendur og seljendur rafrænna gagnasafna
og að aðgengi að þeim yrði komið á í áföngum. Lagt var
til að ríkið legði fram fjármagn til fyrsta áfanga en
bókasöfnin greiddu síðari áfangana að mestu leyti.8
Britannica Online -
Tímamótasamningur
Hinn 20. apríl 1999 samdi menntamálaráðuneytið við
Encyclopcedia Britannica International Ltd. um aðgang allra
íslendinga að alfræðisafni á Internetinu og var það í
fyrsta sinn að samið var um aðgang heillar þjóðar að
þessu gagnasafni. í upphafi árs 2000 tók svo til starfa á
vegum menntamálaráðuneytisins Verkefnisstjórn um
aðgang að gagnasöfnum, eins og nefndin um aðgang að
gagnasöfnum hafði lagt til í skýrslu sinni árið 1999. í
verkefnisstjórninni eru Haukur Ingibergsson, formað-
ur, tilnefndur af menntamálaráðuneyti, Eydís Arn-
viðardóttir, tilnefnd af Rannsóknarráði íslands, Gísli
Sverrir Árnason, tilnefndur af Sambandi íslenskra
sveitarfélaga, Sólveig Þorsteinsdóttir, tilnefnd af Bóka-
varðafélagi íslands (nú Upplýsingu, félagi bókasafns-
og upplýsingafræða), og Þorsteinn Hallgrímsson, til-
nefndur af Landsbókasafni íslands - Háskólabóka-
safni.9 Segja má að verkefnisstjórnin hafi samningana
um Britannicu að leiðarljósi þegar hún hefur samið um
landsaðgang að þeim rafrænu gagnasöfnum og tíma-
ritum sem nú eru landsmönnum aðgengileg. Slíkir
samningar eru einfaldir í framkvæmd og afar mikils
virði fyrir fjarnema og aðra sem búa fjarri stærstu
bókasöfnum landsins. Þeir eru hins vegar nýlunda í
heimi rafrænna gagnasafna þar sem venjan er að
samið sé við nokkra háskóla eða stofnanir saman.
Samningar sem skipta sköpum
fyrir háskólamenntun
Verkefnisstjórnin gekk frá samningum við Bell &
Howell hinn 11. október 2000. Með þeim samningum
opnaðist íslendingum aðgengi að ProQuest 5000, öfl-
ugum gagnasöfnum og tímaritum, einkum á sviði
tækni, tölvufræða, viðskipta, heilbrigðismála og
mennta- og menningarmála.10
Hinn 5. janúar 2001 var samið við Institute for
Scientific Information (ISI) um aðgang íslendinga að
gagnasafinu Web o/ Science - WoS11. Má segja að þeir
samningar hafi opnað íslenskum vísindamönnum
dyrnar að heimsvísindunum, a.m.k. þeim vísinda-
mönnum sem ekki höfðu til þess tíma haft aðgang að
sérhæfðum gagnasöfnum á fagsviði sínu.
WoS er afar öflugt gagnasafn á sviði vísinda. í því
er hægt að finna útdrætti greina úr virtustu vísinda-
tímaritunum á nær öllum fagsviðum. Við WoS eru
tengd ritin Journal Citation Reports12 sem eru notuð
til þess að leggja mat á störf vísindamanna um allan
heim. Matið felst í því að skoða í hvaða tímaritum
(sem WoS spannar) þeir hafa birt rannsóknarniður-
stöður sínar, hversu margir hafa vitnað í greinar
þeirra og einnig hversu öflug tímaritin sem þær birt-
ast í eru með tilliti til fjölda tilvitnana í þau.
Vorið og sumarið 2001 var gengið frá samningum
um aðgengi íslendinga að 3100 rafrænum tímaritum
frá helstu útgefendum vísindatímarita í heiminum,
Academic Press, Blackwell Publishers, Blackwell
Science, Elsevier Science, Karger, Kluwer Academic
Publishers, Munksgaard og Springer Verlag. Þessir
samningar eru líklega, ásamt samningunum við ISI,
einna mikilvægastir íslensku vísindasamfélagi af
þeim samningum sem gerðir hafa verið. Aðstaða
nemenda í námi til meistara- eða doktorsprófs við
íslenska háskóla gjörbreyttist til batnaðar. Raunar má
taka svo djúpt í árinni að segja að aðgangur að WoS
og rafrænu vísindatímaritunum frá framantöldum
útgefendum sé ein af forsendum framhaldsnáms við
íslenska háskóla.
í september 2001 var opnuð bein tenging milli
WoS og rafrænu tímaritanna. Tengingin auðveldar
fólki enn frekar að ná í allan texta þeirra greina sem
það hefur áhuga á að lesa þar sem það þarf ekki
annað en að smella á reitinn Vieu; Full Text sem auð-
kennir greinar úr rafrænu tímaritunum sem samið
hefur verið um landsaðgang að.
Grasrótin og framtíðin
íslensk bókasöfn hafa að langmestu leyti staðið undir
kostnaði við áðurnefnda samninga og hefur það verið
nokkuð stór biti fyrir sum þeirra að kyngja og sumum
hefur einnig fundist skiptingin óréttlát. En þetta
flokkast vonandi undir byrjunarörðugleika og starfs-
menn safnanna hafa lagt sig fram um að útvega fjár-
10
BÓKASAFNIÐ 26. ÁRG. 2002