Bókasafnið - 01.01.2002, Síða 32

Bókasafnið - 01.01.2002, Síða 32
Ólöf Benediktsdóttir Faggáttir - efnisaðgangur að stafrænum heimildum Inýlegri tímaritsgrein „The future researcher and the future library: from the Viewpoint of an independent user“, nefnir hinn þekkti breski bókavörður Maurice B. Line fjórar hindranir í vegi fræðimanns sem leitar efnis á Internetinu. í fyrsta lagi er efnið of mikið að magni, í öðru lagi er erfitt að meta gæði þess, í þriðja lagi þegar loks hefur fundist gagnlegt vefsetur er engin vissa fyrir að það sé enn á sínum stað þegar næst skal leitað og í fjórða lagi er oft krafist greiðslu, sem getur stundum verið erfitt í framkvæmd. Talið er að aðgangur að gæðaefni á netinu verði æ mikilvægari, sérstaklega fyrir fræðimenn og náms- fólk og aðra sem þurfa á sérhæfðum upplýsingum að halda. Þetta fólk hefur yfirleitt ekki tíma til að standa í umfangsmiklum og oft árangurslitlum leitum þar sem alls konar lélegt efni er meginhluti þess sem kemur í leitirnar, heldur vill geta gengið að faglega unnum efnisaðgangi á sínu fræðasviði, sem það getur treyst. Efnið er ýmist að finna í tímaritum, gagnagrunn- um, á heimasíðum fræðastofnana á ýmsum tungu- málum og í ýmsum löndum og getur stundum reynst erfitt að nálgast það. Þar sem viðurkenndar stofnanir eins og háskólar eða bókasöfn hafa byggt upp sér- hæfðar efnisgáttir, oftast án ágóðasjónarmiða, geta fræðimenn og aðrir nálgast faglegan og ódýran að- gang að því efni sem þeir þurfa á að halda. Aðgangur að heimildum hjá hinum stóru útgáfufyrirtækjum eða tímaritabönkum nýtist oft ekki sem skyldi, vegna þess hve efnið er yfirgripsmikið og flókið að leita þar. Fræðimenn og rannsóknarstofnanir vilja jafnframt geta skipst á upplýsingum án þess að þær þurfi að fara í gegnum heildsala sem líta oft fremur á þær sem söluvöru en þekkingu til að nýta við rannsóknir og fræði. Ef litið er á þær leiðir sem við höfum við efnisleit að stafrænum heimildum á netinu er um nokkra möguleika að ræða: Stórar erlendar leitarvélar og síður eins og t.d. leit.is. Þær eru mikið notaðar og aðgengilegar hveij- um sem er en þar er ekki um neitt gæðamat á efninu að ræða. Svörun er yfirleitt góð en langan tíma getur tekið að vinsa úr það sem að gagni getur komið við sérhæfða efnisleit. Leitarvélarnar eru margar góðar til síns brúks t.d. Google www.google.com og manns- höndin getur aldrei komist með tærnar þar sem þær hafa hælana hvað varðar leitarhraða og svörun. Þær eru líka nauðsynlegar til að skanna efnissviðið og fylgjast með nýju efni. En vegna þess að þær vinna eingöngu vélrænt geta þær þó aldrei komið í stað mannsheilans við flokkun efnis. Heimasíður hinna ýmsu bókasafna hérlendis og erlendis, sem bjóða upp á tengingar eftir efni í staf- ræn tímarit og gagnasöfn og fleira sem að gagni getur komið. Fólk í efnisleit þarf að rata inn á síður þeirra safna þar sem líklegast er að finna það sem leitað er. Yfirleitt er um gæðaefni að ræða. Vefur Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns www.bok.hi.is kemst að mínu áliti næst því hér á landi að vera allsherjar bókasafnsvefur sem vísar á stafrænt efni af mörgu tagi í ýmsum greinum. Hann er eins og eðlilegt er miðaður við þarfir sérstaks há- skólasamfélags og er byggður upp eins og flestir bókasafnsvefir, þ.e. að fýrst er vísað í tegundir efnis t.d. tímarit eða gagnasöfn en undir því eru tenglar í efni og fræðigreinar. Heimasíðurnar þjóna yfirleitt vel notendum viðkomandi bókasafna að þessu leyti en eru þó mjög misjafnar og tryggja ekki endilega fagleg- an efnisaðgang. í mörgum löndum hefur verið komið upp rafræn- um bókasöfnum á landsvísu sem þjóna öllum not- endum og bókasöfnum jafnt og veita faglegan efnis- aðgang á ýmsum sviðum. Tenglasíður eins og Vefbókasafnið, www. vefboka safn.is, sem vísar í ákveðnar íslenskar og erlendar heimasíður og er byggt á efnisorðakerfi. Þar hefur farið fram nokkurt mat á efninu og stutt greinargerð um það fylgir. Hér er um fremur almenna efnisleit að ræða og ekki farið íýtarlega í hvert fag eða efni. Tenglasíður sem þessi eru ágæt lausn við efnisorða- leit á víðu sviði. Vefir kaupenda og seljenda stafræns efnis eins og t.d. vefur verkefnisstjórnar um stafrænt efni, www. 30 BÓKASAFNIÐ 26. ÁRG. 2002
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.