Bókasafnið - 01.01.2002, Side 38

Bókasafnið - 01.01.2002, Side 38
Niðurstöður Gagnasöfn: Um helmingur þátttakenda nefndi að þeir hefðu notað gagnasöfn og einkenndust svörin eðli- lega af starfsvettvangi fólks. Pannig svöruðu flestir þátttakendur frá Veðurstofu íslands að þeir hefðu notað MGA (Meteorological & Geoastrophysical Abstracts - helsta gagnasafnið á sviði veðurfræði), og sérfræðingar við Landbúnaðarháskólann á Hvann- eyri nefndu aðallega CABI (Commonwealth Agricul- tural Bureau International - eitt virtasta gagnasafnið í landbúnaðarfræðum). Sérfræðingar á Náttúrufræði- stofnun nefndu hins vegar Zoological Record og einnig Current Contents. Aðeins einn sérfræðing- anna 11 á Landmælingum íslands nefndi að hann hefði notað gagnasafn og aðeins einn þátttakenda nefndi SCI (Science Citation Index). Efni á neti: í 2. töflu má sjá samandregnar niðurstöður frá stofnununum fjórum um hvers konar efni sér- fræðingarnir vildu helst hafa aðgang að á Interneti. Eins og sjá má í 2. töflu vildu flestir hafa netað- gang að erlendum fagtímaritum, 25 settu þau í fyrsta sæti og 46 í efstu þrjú sætin. Flestir svöruðu þessum lið eða 54 alls. Næstflestir settu erlend útdráttarrit í fyrsta sæti, 16 manns, og 33 settu þau í 1.-3. sæti. 47 manns settu tölu í þennan lið. Alfræðirit lentu í þriðja sæti ef tekin eru þrjú efstu sætin. Fimm settu þau í 1. sæti en 25 í 1.-3. sæti. í fjórða sæti settu flestir innlend gagnasöfn (lög, reglu- gerðir o.fl.), 24 settu þau í 1.-3. sæti af þeim 47 sem settu númer við þennan lið. í fimmta sæti komu orðabækur með 21 atkvæði í 1.-3. sæti. Erlend tilvitn- anarit settu sex manns í 1. sæti og 17 manns í 1.-3. sæti, en 33 merktu við þennan lið. Rétt að geta þess að líklega hafa einhverjir ekki áttað sig á þeim mun sem er á útdráttarriti og tilvitnanariti. Sumir gerðu það þó greinilega, t.d. settu fjórir sérfræðingar á Nátt- úrufræðistofnun erlend útdráttarrit í 1. sæti og þeir hinir sömu settu erlend tilvitnanarit í 2. sæti. Fræðilegar útgáfur frá innlendum stofnunum settu 11 manns í 1.-3. sæti og lestina rak innlent eldra efni (t.d. dagblöð, tímarit, kort). Aðeins einn setti það í 1. sæti (og tók fram að það væru kort sem hann vildi fá) en sjö manns settu það í 1.-3. sæti af þeim 38 sem gáfu þessum lið númer. Niðurstöðurnar voru mismunandi eftir stofnun- um og skáru LMÍ sig nokkuð frá hinum stofnununum þremur. Sérfræðingar LMÍ settu flestir innlend gagna- söfn og orðabækur í fyrsta sæti. Skýringuna á mis- muninum má að öllum líkindum rekja til þess að hlutverk LMÍ er nokkurs annars eðlis en hinna stofn- ananna. Það er fyrst og fremst að tryggja að ávallt séu til staðar landfræðileg gögn um ísland og vera stjórn- völdum til ráðuneytis í þeim málum. Það er því eðli- legt að sérfræðingar LMÍ hafi áhuga á innlendum gagnasöfnum og erlend fagtímarit og gagnasöfn komi aftar í forgangsröðinni. Um helmingur þátttakenda frá VÍ setti erlend fag- tímarit í 1. sæti en aðeins fjórðungur (7 manns) setti útdráttar- eða tilvitnanarit efst á listann. Er þetta nokkuð önnur áhersla en á NÍ og LBH þar sem fleiri settu erlend útdráttarrit eða tilvitnanarit í fyrsta sæti heldur en tímarit. Skýringuna má ef til vill rekja til þess að ekkert gagnasafn hefur verið keypt á VÍ mörg undanfarin ár, hvorki í prentuðu né tölvutæku formi, þannig að menn hafa vanist því að leita nýrra heim- ilda í tímaritum. Aldur þátttakenda skýrði ekki val þeirra. Umræða Niðurstöðum rannsóknarinnar svipar mjög til niður- staðna þeirra rannsókna sem getið er hér að framan. Erlendu fagtímaritin eru mikilvægasta safnefnið og það efni sem sérfræðingar vilja helst hafa aðgang að. 2. tafla. Það efni sem þátttakendur vildu helst hafa rafrænan aðgang að. Sæti rit Alfræði- tímarit Erl. fag- útdrrit Erl. anarit Erl. tilvitn- innl. efni Fræðil. söfn Innl.gagna- eldra efni Innl. bækur Orða- svör Samtals 1. sæti 5 25 16 6 1 8 1 4 66 2. sæti 9 9 11 6 5 7 2 12 61 3. sæti 11 12 6 5 5 9 4 5 57 4. sæti 1 5 5 3 8 10 9 4 45 5. sæti 7 0 2 3 10 1 6 8 37 6. sæti 2 2 3 1 3 8 2 5 26 7. sæti 1 1 3 2 2 3 8 2 22 8. sæti 3 0 1* 7 1 1* 5 + 1* 3 22 Alls 39 54 47 33 35 47 38 43 (* Ekki númerað heldur sett X við valkost.) 36 BÓKASAFNIÐ 26. ÁRG. 2002

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.