Bókasafnið - 01.01.2002, Blaðsíða 42

Bókasafnið - 01.01.2002, Blaðsíða 42
skjala. Ennfremur eru þar meötalin þau vinnuferli sem viðhöfð eru við öflun (capturing) og viðhald sann- ana og upplýsinga í formi skjala um viðfangsefni skipulagsheilda og viðskipti þeirra (ISO 15489-1:2001 2001, 3). Skjöl hafa þrjá einkennandi eiginleika. Þau hafa innihald (content) sem þarf að vera tengt þeim lýsi- gögnum (metadata) sem þarf til skjalfestingar. Mynd (structure) skjals, form og tengsl milli þeirra þátta sem mynda skjalið, þarf að vera óbrengluð. Það samhengi sem liggur að baki myndunar, móttöku og notkunar skjals þarf að liggja ljóst fyrir, svo og það viðskipta- ferli sem gerðin (transaction) er hluti af, tímasetning hennar og hverjir eiga hlut að máli. í stuttu máli sagt á skjal að endurspegla réttilega boðskapinn, ákvörð- unina eða hvað var gert. Það þarf að geta stutt þarfir skipulagsheildarinnar sem það er hluti af og nýtast til þess að staðreyna hver ber ábyrgð í viðkomandi til- viki (ISO 15489-1:2001 2001, 7). Á tímum rafrænnar skjalavistunar er enn mikil- vægara að tryggja að rétt sé staðið að málum þegar heimildin og lýsigögn hennar eru varðveitt aðskilin. Er nú mikilvægara en nokkru sinni fyrr að tryggja að skjöl séu: • Upprunaleg (authenticity) þ.e. ófölsuð og sannan- lega mynduð og send af þeim sem gefið er til kynna að hafi sent þau og á þeim tíma sem upp er gefinn. Skipulagsheildir þurfa að innleiða skjala- stefnu og vinnuferla sem tryggja eðlilegt eftirlit með myndun, móttöku, miðlun, viðhaldi og ráð- stöfun skjala til þess að tryggja að skjalamynd- endur séu tilgreindir og hafi til þess heimild. Þá þarf að tryggja að skjöl séu vernduð fyrir við- bótum, niðurfellingum, breytingum, yfirhylming- um og notkun í heimildarleysi. • Áreiðanleg (reliability) þ.e. að treysta megi að inni- hald skjals sé rétt lýsing á viðskiptum, atburðum eða staðreyndum sem vísað er til. Til þess að svo megi verða þarf skjalið að vera myndað þegar atburður átti sér stað eða fjótlega á eftir og af einstaklingi sem var viðstaddur eða þekkir til allra þátta. • Heil (integrity) þ.e. fullgerð og óbreytt. Nauðsynlegt er að vernda skjöl fyrir breytingum en heimilar breytingar þurfa að vera ljósar og rekjanlegar. • Nýtanleg (useability) þ.e. þau þarf að vera hægt að staðsetja, endurheimta, kynna og túlka þannig að samhengi við atburði, viðskipti og vinnuferla sem réðu mynduninni sé ljóst. Endurheimt skjala, sem vistuð eru á rafrænu formi, getur orðið nær ógerleg ef vistunin er ekki framkvæmd samkvæmt skipu- legu vistunarkerfi. Einnig má nefna hér sem dæmi að erfitt er að halda saman viðhengi og orðsend- ingum í tölvupósti (ISO 15489-1:2001 2001, 7). Staðallinn tekur á framangreindum aðtriðum. Hann skiptist í 11 kafla og eru þeir eftirfarandi: 1. Umfang (scope) afmarkar viðfangsefni staðalsins. 2. Tiluísanir í norm (normative references) en það eru m.a. ISO 9001 gæðastaðlarnir og ISO 14001 um- hverfisstaðlarnir. 3. Hugtök og skilgreiningar (terms and definitions). Þar eru skýrð helstu hugtök skjalastjórnar þar á meðal þau sem skýrð voru hér að framan. Um frekari skilgreiningar á orðaforða er vísað til ISO 5127 (ISO/FDIS 5127 2000) 4. Hagurinn af skjalastjórn (benefits of records manage- ment) tíundar þrettán helstu kostina við gott skjalastjórnarkerfi. 5. Reglugerðarumhverfið (regulatory environment) sam- anstendur af lögum, reglugerðum, vinnureglum, siðareglum og stöðlum er varða starfsemina og skjalastjórn. 6. Stefna og ábyrgð (policy and responsibilities). Mark- mið stefnu í skjalastjórn ætti að vera myndun og stjórn á upprunalegum, áreiðanlegum og nýtan- legum skjölum sem styðja starfsemi skipulags- heildarinnar svo lengi sem þörf er á. Tilgreina þarf hver ber heildarábyrgð á skjalastjórninni en allir starfsmenn bera síðan ábyrgð á að varðveita nákvæmt og heildstætt skjalasafn um störf sín. 7. Kröfur til skjalastjórnar (records managment require- ments) fjallar um grundvallaratriði kerfa til skjala- stjórnar í kafla 7.1 og um einkenni skjals í kafla 7.2 sbr. hér að framan. 8. Hönnun og innleiðing skjalastjórnarkerfis (design and implementation o/ a records system) fjallar, eins og nafnið bendir til, með ítarlegum hætti um þetta efni. 9. Ferlar skjalastjórnar og eftirlit (records management processes and controls) er yfirgripsmesti kafli stað- alsins og fjallar um skjalstjórnina út frá lífshlaupi skjals og notkun. 10. E/tirlit og endursfeoðun (monitoring and auditing) rekur stuttlega hvernig fylgst skuli reglulega með að farið sé eftir skjalastjórnarkerfinu og reglur þess séu hafðar í heiðri. Skýrslur um reglulegt eftirlit ætti að halda. 11. Þjálfun (training) er loks nauðsynlegur þáttur í öllu skjalastjórnarferlinu. Til stuðnings staðlinum sjálfum eða almenna hlutan- um, Part 1: General, voru samdar leiðbeiningar, Part 2: Guidelines sem skýra þær fjölmörgu leiðir, vinnuferla og vinnureglur sem samrýmast staðlinum. Þegar staðallinn segir „þú skalt“ veitir seinni hlutinn leið- beiningar um það hvernig megi ná markmiðinu. í lok leiðbeininganna er að finna tvo viðauka til mikils vinnuhagræðis. Sá fyrri, viðauki A, tíundar kafla stað- alsins og vísar í viðkomandi kafla leiðbeininganna þar sem nánari skýringar er að finna. Sá síðari, við- auki B, telur upp kafla leiðbeininganna og vísar í við- komandi kafla staðalsins. Þessi tvískipting er afar eðlileg. Sinn er siður í 40 BÓKASAFNIÐ 26. ÁRG. 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.