Bókasafnið - 01.01.2002, Síða 43

Bókasafnið - 01.01.2002, Síða 43
hverju landi og þótt markmiðið sé það sama fara menn oft mismunandi leiðir að markmiðinu og skilja hluti með mismunandi hætti. Sem dæmi má nefna að Nýsjálendingar aðhyllast ekki hugmyndina um skjalasamfelluna (records continuum) þ.e. að skjöl hafi gildi og það þurfi að hafa stjórn á þeim allt lífs- hlaupið. Einnig má nefna að ekki náðist ein- ing um hugtakið geymslu- og grisjunaráætlun (reten- tion and disposition pro- grams) sem við höfum notað hér á landi og víða þekkist (Connelly 2001, 27). Þess vegna varð nið- urstaðan sú að setja markmiðin fram í stað- linum en leiðbeiningarn- ar í sérhluta. Hagurinn af skjalastjórn Skjalastjórn hefur ótvíræða kosti. í 4. kafla staðalsins eru talin upp 13 atriði sem teljast skjalastjórn til tekna. Þar er áhersla lögð á að rekja hvernig gott skjala- stjórnarkerfi verður sérhverri skipulagsheild sjálfkrafa til verulegra viðskiptalegra hagsbóta með margvíslegum hætti. Við upptalninguna mætti bæta við 14. atriðinu sem er lækkun húsnæðis- og geymslukostnaðar vegna þess að skjölum er komið fyrir með haganlegri hætti og óþarfa og/eða úreltum skjölum er eytt. Slíkur sparnaður getur numið háum fjárhæðum. Ef skjalamálum er skipulega stjórnað gerir það skipulagsheildum eftirfarandi kleift: • Stjórnun skipulagsheildarinnar þannig að starfsem- in sé rekin á skipulegan, hagkvæman og ábyrgan hátt. Skjöl eru líka sönnun um starfsemi skipu- lagsheildarinnar og varðveita sögu hennar og upplýsingar fyrir síðari tíma. • Stjórnun áhcettu með því að tryggja að starfsemin geti haldið áfram þrátt fyrir stóráföll. Upplýsinga- öryggi og neyðaráætlun eru mikilvægur hluti skjalastjónar sem síst má vanmeta nú á tímum þegar skipulagsheildir, sem eiga sér einskis ills von og hafa aldrei vitað til náttúruhamfara, geta jafnvel lent í slíkum hremmingum af mannavöld- um. Rannsóknir í Bandaríkjunum sýna að um 90% fyrirtækja „komast í þrot og hætta rekstri hafi þau orðið fyrir alvarlegu tjóni í tölvumiðstöðvum og ekki haft trygga neyðaráætlun" (Marinó G. Njálsson 2001). Nýr staðall um öryggi upplýsinga, sem tók gildi fyrir u.þ.b. ári, tekur ítarlega á þessu atriði (ÍST ISO/iEC 17799:2000 2001). • Fritmfeuæði í gœöa- og umhverfisstjórnun. Skipu- leg skjalastjórn gerir fyr- irtækjum kleift að upp- fylla kröfur ISO 9000 gæðastaðlanna og ISO 14000 umhverfisstaðl- anna. Rannsóknir hér og erlendis hafa sýnt að ágallar í skjalastjórn eru helsta ástæðan fyrir því að fyrirtæki fá ekki vottun í fyrstu tilraun. Við reglubundið eftirlit vottunarstofu er misbrestur í skjalastjórn einnig tíðasta athuga- semdin. Staðallinn er því kærkomin hjálp í þessu efni. • Vernd hagsmuna. Skjöl geta veitt stuðning og vörn í málaferlum, sem beinast gegn starfseminni, og sýnt að skipulagsheildin hefur farið að öllum reglum og starfað með réttum hætti. Skipuleg geymslu- og grisjunaráætlun í samræmi við lög og reglur og þarfir starfseminnar getur einnig komið sér vel ef sanna á sök á fyrirtæki með eigin gögnum þess. Góð skjalastjórn hefur iðulega komið sér vel þegar verja þarf hagsmuni fyrirtækis, rétt starfsmanna eða hagsmuni viðskiptavina. Að mæta ferö/um löggjafar og reglugerða. Skjöl sem fullnægja kröfum staðalsins eru sönnun þess að skipulagsheild fari að lögum og fullnægi settum reglugerðum, stjórnarfyrirmælum og siðareglum. Góð skjalastjórn auðveldar alla endurskoðun og eftirlit. Að mœta ósfeum viðskiptauina og þörfum starfsfólks. Skjalastjórn auðveldar skipulagsheild að veita þjónustu hnökralaust samkvæmt viðskiptasamn- ingum og af hagkvæmni. Þannig vinnustaður er einnig líklegri til þess að skapa starfsmönnum áhugavert starf og starfsumhverfi og vera jafn- framt fær um að greiða góð laun enda fer orka starfsmanna í að byggja upp og veita góða þjón- ustu en ekki í að leita að gögnum og slökkva sinuelda (ISO 15489-1:2001 2001,4). Síða úr „Missale Gothicum" frá 8. öld. BÓKASAFNIÐ 26. ARG. 2002 41
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.